Heilbrigt líf - 01.12.1947, Síða 128
gengið frá samníngum um leigu á landi undir bygginguna. Þá
var sótt um til ríkisstjórnarinnar, að hún afhenti R.K.I. 10 her-
mannaskála úr timbri, endurgjaldslaust, til byggingar heimilis-
ins, og varð hún við þeirri ósk. Var síðan kosin byggingarnefnd,
og skipa hana þessir stjórnarmenn: Haraldur Árnason, Schev-
ing Thorsteinsson og Jóhann Sœmundsson. Er áformað að hefj-
ast handa á næstunni.
Fjárhagurinn:
Tekjur ársins urðu kr. 167 411,84. Er þar í innifalið lals-
vert af ársgjöldum frá árunum 1942 og 1943. Helztu tekjuliðir
aðrir eru: Öskudagssöfnun 1944 kr. 59 701,66, gjafir og áheit
kr. 22 281,10, og ágóði af kvikmyndasýningum, sem Gamla Bíó
í Reykjavík og Nýja Bíó á Akureyri gáfu, að upphæð kr.
11 317,25, og loks ríkisstyrkur kr. 8 000,00.
Kvöldið fyrir öskudag 1945 flutti Helgi Elíasson fræðslu-
málastjóri erindi i útvarpið um starfsemi Rauða Krossins. Ung-
liðar úr Laugarness- og Austurbæjarskóla aðstoðuðu við undir-
búning merkjasölunnar, en barnaskólabörn úr öllum fjórum
skólum bæjarins önnuðust sjálfa söluna, auk nokkurra nemenda
Hjúkrunarkvennaskólans. Salan í Reykjavík nam um 48 þús.
króna, en utan af landi hafa þegar horizt um 20 þús. kr., og
eru þó ekki öll kurl komin til grafar enn. Þá barst frá Reykja-
vík í gjöfum um 20 þúsundir króna, og fyrir nokkrum dögum
ennfremur peningagjöf frá Þykkbæingum að upphæð kr.
1 445,00. R.K.f. hefur borizt myndarleg merkjagjöf frá Ameríska
Rauða Krossinum, og verða þau notuð næsta ár.
Starfsemi deildanna:
GufubaSstofur. Akranesdeildin hefur komið upp gufubað-
stofu, sem þó er ekki tekin til afnota enn, sökum galla, er fram
komu á hitatækjum eftir að þau höfðu verið sett upp. En búizt
er við, að úr þessu fáist bætt á næstunni. Kostnaður er þegar
orðinn um 42 þús. kr. ísafjarðardeildin hefur gefið bænum tæki í
gufubaðstofu í hina nýju íþróttahöll, sem þar er nú í smíðum.
Fræðslufundir og skemmtanir. Akranesdeildin gekkst fyrir
fræðslu- og skemmtifundi, sem mjög var sóttur, og gaf deildinni
um 2 þús. kr. í tekjur. Sauðárkróksdeildin hafði einnig fjárafla-
skemmtun á öskudaginn siðasta. Voru þar m. a. sýndar kvik-
myndir, sem stjórn R.K.Í. hafði útvegað að láni.
242
Heilbrigt líf