Heilbrigt líf - 01.12.1947, Side 131
Haraldur Árnason.
Þ. Scheving Thorsteinsson.
Aðalstjórn hélt einn fund á árinu, en framkvæmdanefnd 5.
Starfsmenn:
Þeir liafa verið hinir sömu og árið áður: Ólafur Tliorlacius,
læknir, afgrm. Heilbr. lifs. Gunnar Andrew, skrifstofustjóri.
Margrét Jóhannesdóttir, hjúkrunarkona og forstöðukona sjúkra-
skýlisins í Sandgerði. Auk þess hefur aðstoðarstúlka unnið við
og við á skrifstofunni í sainbandi við bögglasendingar, safn-
anir og fleira.
fíréfskeyti:
Þau hafa vcrið með minnsta móti, enda aðallega ófriðarfyrir-
bæri. Hins vegar hefur skrifstofan annazt eftirgrennslanir um
týnda menn, bæði innanlands og utan, í samvinnu við Al-
þjóða Rauða Krossinn í Genf.
Sumardvalir barna:
Sú starfsemi var með mjög sama hætti og undanfarin ár.
Sumardvalanefnd skipuðu: Þ. Scheving Tliorsteinsson, lyfsali,
skipaður af Rauða Krossi íslands, Arngrímur Kristjánsson, skóla-
stjóri, Kristbjörn Tryggvason, læknir, skipaðir af ríkisstjórn,
Katrín Pálsdóttir, bæjarfulltrúi og Haraldur Árnason, kaupmað-
ur, skipuð af bæjarstjórn.
Framkvæmdir í bænum annaðist skrifstofa R.K.Í. nú sem fvrr.
Heimili voru starfrækt á eftirtöldum stöðum:
Að Silungapolli með 93 börnum.
— Sælingsdalslaug með 45 börnum.
— Löngumýri með 33 börnum.
— Menntaskólaseli með 72 börnum.
■— Reykholti með 91 barni.
Forstöðu heimilanna önnuðust eftirtalin:
Að Silungapolli: Vigdís Blöndal, kennslukona.
— Sælingsdalslaug: Einar Kristjánsson, bóndi, Leysingjast.
-— Löngumýri: Ingibjörg Jóliannsdóttir.
— Menntaskólaseli: Margrét Sigurðardóttir, lijúkrunarkona.
— Reykholti: Kristín Þórarinsdóttir, kennslukona.
Voru þannig alls 334 börn á chmlarheimilunum, en 365 um-
Heilbrigt líf 245