Heilbrigt líf - 01.12.1947, Síða 132
sóknir bárust nefndinni. Heimilin voru starfrækt í 10 vikur,
nenia Reykholt, í 8 vikur. Varð eigi komið við lengri starf-
rækslu þar, vegna viðgerða á skólabyggingunni.
Læknisskoðun og heilbrigðiseftirliti var hagað ó sama hátt
og um getur í síðustu ársskýrslu.
ileilsufar var yfirleitt gott, enda tíðarfar óvenju hagstætt.
Veikluðu börnin voru eins og áður að Silungapolli, og voru þau
undir stöðugu eftirliti Kristbjörns Tryggvasonar, læknis nefnd-
arinnar.
Kostnaður, sem aðstandendur ekki treystust til að greiða,
var eins og áður greiddur af ríkinu og Reykjavíkurbæ.
Nefndin starfaði kauplaust eins og ávallt áður.
SjúkraskýliS i SandgerSi:
Það var starfrækt yfir vetrarvertíðina, eða frá 15. janúar til
22. maí, og með svipuðum hætti og áður.
Forstöðukona var, sem fyrr getur, frk. Margrét Jóhannes-
dóttir, hjúkrunarkona R.K.Í. Hafði liún eina stúlku sér til
aðstoðar.
1 skýlinu voru unnar 739 hjúkrunaraðgerðir, en farnar 295
sjúkravitjanir út um þorpið og í verbúðirnar.
Legusjúklingar voru 16. Legudagar 132.
1263 steypiböð voru látin í té, og 23 gufuböð, en þeirra nutu
alls 92 menn.
Starfsemi þessi hefur notið sömu vinsælda og alltaf fyrr, og
þegið nokkurn fjárhagslegan stuðning af útgerðar- og sjómönn-
um i Sandgerði.
Umsjón með hælinu hafði enn Karl Magnússon héraðslæknir
í Keflavík.
Sjúk raflu tningar:
Sjúkrabifreiðar R.K.Í. hafa enn sem fyrr annazt sjúlcraflutn-
inga sunnanlands.
Bifreiðarnar eru 3 talsins, en nokkuð farnar að ganga úr
sér, þó eigi séu þær gamlar. Slökkviliðið í Reykjavílc sér um
bifreiðarnar og annast alla keyrslu sjúklinga fyrir hönd R.K.f.
A árinu 1946 voru farnar alls 2195 sjúkraferðir, eða rúmlega
6 ferðir að meðaltali á dag. Flestar ferðirnar voru farnar í
júní, eða 206, en fæstar í febrúar, 171.
Af ferðum þessum voru 1869 innanbæjar, en 202 utanbæjar.
246 Heilbrigt lif