Heilbrigt líf - 01.12.1947, Síða 135
Evrópu, auk hinna mánaðarlegu sendinga, sem Danski Rauði
Krossinn annaðist til íslendinga, og áður er getið.
Evrópusöfnunin Í9W:
Samkvæmt fullnaðarskilum fyrir Mið-Evrópu-söfnunina á síð-
astl. ári safnaðist alls: í peningum kr. 898.882,56. 1 lýsi kr.
291.463,90. Samtals kr. 1.190.346,46.
Eins og getið var í síðustu ársskýrslu var lýsinu úthlutað til
Austurríkis, Póllands, Tékkoslóvakíu og Þýzkalands.
Nokkuð af lýsi því, sein ætlað var Austurríki, hefur enn ekki
komizt í hendur réttra aðila (austurríski Rauði Krossinn,
Wien), en samkvæmt skilríkjum, er liggja lijá R.K.Í., hafði yfir-
stjórn Brezka Rauða Krossins í Þýzkalandi og brezka herstjórn-
in þar, tekið að sér að flytja lýsið frá dönsku landamærunum
til Wien, og afhenda það austurríska Rauða Krossinum. Að und-
angenginni ýtarlegri rannsókn í þessu máli hefur það nú fyrir
nokkru verið sent utanríkisráðuneytinu íslenzka með beiðni um
frekari aðgerðir.
Rauða Kross íslands hefur borizt þakklæti frá Rauða-Kross-
stjórnum allra þessara landa, einnig frá Dr. Benes, forseta
Tékkoslóvakíu, frá mörgum forustumönnum hjálparaðgerða á
meginlandinu, auk mikils fjölda af þakkarbréfum frá einstakl-
ingum og stofnunum.
Evrópusöfnunin 19Í6—19i7:
Síðastliðið haust var hafin fjársöfnun til nauðstaddra í Mið-
Evrópu og Finnlandi. Var það fyrir forgöngu ýmsra aðila, þ. á.
m. Rauða Kross Islands. Af hálfu hans tók Bjarni Jónsson lækn-
ir sæti í nefnd, er annaðist söfnunina, og skrifstofa félagsins
veitti fjárframlögum móttöku.
Fé því, sem inn kom, var aðallega varið til kaupa á lýsi, og
hefur það þegar verið sent til hinna nauðlíðandi landa, mest
til Þýzkalands. Mun það að verðmæti um kr. 500.000,00.
Jafnframt var safnað fatnaði, og hefur hann einnig nú verið
sendur. Er sú sending metin lauslega á kr. 234 þúsund.
Fulllrúi á Evrópumót ungliöadeilda Rauöa Krossins.
R. K. 1. var á síðastliðnu sumri boðið að senda fulltrúa á
Evrópuinót ungliðadeilda Rauða Krossins, sem haldið var í
Stokkhólmi. Varaformaður R.K.Í., Jóhann Sæmundsson, var um
Heilbrigt líf
249