Heilbrigt líf - 01.12.1947, Side 137
ur hafa 4 þeirra ekki sent ársskýrslu enn, og verður því ekki
sagt nákværnlega frá starfsemi þeirra í skýrslu þessari.
Akranesdeild:
í skýrslu deildarinnar segir m. a.:
„ ... Gufubaðstofan hefur verið mikið notuð frá því hún tók
til starfa, og við mikla hrifningu þeirra, sem hennar liafa notið.
„. .. Aðaláhugamál deildarinnar hefur verið, að beita sér
fyrir kaupum á sjúkrabifreið .. .“
Þegar hafa safnazt til þessa uin liálft áttunda þúsund krónur
og verður fjársöfnun haldið sleitulaust áfram. Er deildinni það
kappsmál, að sjúkrabifreið verði komin á staðinn eigi síðar en
sjúkrahúsið tekur til starfa.
Þá tók deildin mjög myndarlegan þátt í fjársöfnun til lýsis-
gjafa til barna í Mið-Evrópu á síðastl. ári. Skilaði hún tæpum
11 þúsundum króna í peningum, auk 6 smálesta af lýsi.
Loks gekkst deildin fyrir fræðslufundi í Bíóhöllinni á Akra-
nesi, og áskotnuðust lienni á þann liátt rúmar 2 þúsund krónur.
Deildin hefur lánað bágstöddum sjúklingum rúm og rúm-
faínaö, eftir því sem til liennar hefur verið leitað. Félagar í
deiidinni eru nú 111, en eignir Iiálft sextánda þús. kr.
Akureyrardeild:
Deildin hefur annazt sjúkraflutninga, eins og áður, en átt
í talsverðum vandræðum vegna þrálátra bilana á bifreiðunum.
Hlutur deildarinnar í fjársöfnun vegna lýsiskaupa handa
börnum í Mið-Evrópu var hinn rausnarlegasti, því að Akureyr-
ingar gáfu yfir 40 þúsund krónur í því skyni.
Deildin nýtur nokkurs styrks frá Akureyrarbæ og Eyjafjarðar-
og Þingeyjarsýslum, eða samtals kr. 3 400,00 á síðastl. ári.
ísafja rSardeild:
l skýrslu deildarinnar segir m. a.:
„ ... Eitt af áhugamálum félagsins er kaup á sjúkraflugvél,
heizt af Heliocopter-gerð. Stjórnin hefur fylgzt með möguleik-
um í því efni, og virðist það ekki enn vera kleift“.
Deildin hefur haft samvinnu við bæinn um kaup á sjúkra-
bifreið, en það mál er enn á döfinni. „Yerður bifreiðin keypt
jafnskjótt og leyfi fæst fyrir innflutningi hennar".
Heilbrigl lif
251