Heilbrigt líf - 01.12.1947, Page 138
Formaður deildarinnar, Kjartan Jóhannsson, læknir, flutti
erindi um hjálp í viðlögum fyrir skíðakennaraskólann á ísafirði.
Gufubaðtæki þau, sem deildin gaf bænum á sínum tíma, eru
nú ioks um það bil að komast í notkun, i kjallara nýju Sund-
hallarinnar á ísafirði.
Neskaupstaður:
í maí 1946 kom deildin á fót ljóslækningastofu, svo sem getur
í síðustu ársskýrslu, og hefur starfrækt hana síðan, þegar raf-
magnsskortur hefur ekki hamlað.
Þessi deild nýtur styrks úr bæjarsjóði Neskaupstaðar, að upp-
hæð kr. 5 000,00.
Um námskeið vísast til þess, sem að framan getur.
SauSárkróks deild.
Þar er tekið að ræða um kaup á gufubaðtækjum, og fer vel á,
að deildirnar hafa forystu í þessu máli, hver á sínum stað.
Er þess að vænta, að framkvæmdir verði á þessu, áður en
langt um iíður.
Vestmannaeyjadeild:
Þar er aðaláhugamálið, að útvega sjúkrabifreið til bæjarins,
og hefur deildin safnað allmiklu fé í þeim tilgangi. Hefur liún
þegar lagt drög að útvegun bifreiðarinnar.
Hér hefur í stórum dráttum verið sagt frá starfsemi þeirra
deilda, sem liafa sent skýrslur.
Allar deildirnar hafa unnið af mikilli alúð að störfum þeim,
sem R.K.Í. hefur falið þeim á starfsárinu, en það eru aðallega
fjársafnanir til hjálpar nauðstöddum.
252
Heilbrigt Uf