Árbók íþróttamanna - 01.12.1945, Blaðsíða 11
7
son (Í.R.) 7:19,6; 2. Gunnar Gíslason (Á.) 7:46,8; 3. Jón S. Jóns-
son (Á.) 7:48,8; 4. Einar Markússon (K.R.) 7:49,0.
Árraann vann að þessu sinni drengjahlaupsbikarinn með 11 stig-
um (átti 2., 3. og 6. mann), I.R. hlaut 15 stig (1., 5. og 9. mann)
og K.R. 23 stig (4., 8. og 11 mann). B-sveit Ármanns hlaut 32 stig.
Drengjahlaupsbikarinn gaf Eggert Kristjánsson stórkaupm. og
hafa nú öll félögin, sem þátt tóku í hlaupinu að þessu sinni,
unnið hann tvisvar.
Vegalengdin, sem hlaupin var, er 2,2 km. Hlaupið hófst kl.
10,30 í Vonarstræti og endaði á Lækjartorgi.
TJARNARBOÐHLAUP K.R. fór fram í annað sinn sunnudag-
inn 21. maí. Úrslit urðu þau, að A-sveit K.R. bar sigur úr být-
um á 2:39,4 mín. og bætti metið á vegalengdinni um 5 sek., en
það met setti K.R. 1943.
Onnur varð A-sveit I.R. á 2:42,0 mín. og hljóp því einnig innan
við gamla metið. Þriðja sveit var A-sveit Ármanns á 2:45,4 mín.
og 4. B-sveit K.R. á 2:46,8 mín.
Sex sveitir tóku þátt í hlaupinu frá K.R., Í.R. og Ármanni.
Tvær frá hverju félagi. Hlaupið var í tveimur riðlum. B-sveitirn-
ar fyrst, en síðan A-sveitirnar. — A-sveit K.R. var skipuð þessum
mönnum, taldir í þeirri röð, sem þeir hlupu: Bragi Friðriksson,
Snorri Snorrason, Sveinn Ingvarsson, Brynj. Jónsson, Hjálmar
Kjartansson, Svavar Pálsson, Skúli Guðmundsson, Jóhann Bern-
hard, Þór Þormar og Brynjólfur Ingólfsson.
Afmœlismót K.R. 3. júní
var að þessu sinni fyrsta vallarmót sumarsins í frjálsum íþróttum.
Veður var gott, en nokkur gola af sunnan. Alls voru sett 2 met,
eitt íslandsmet og 1 drengjamet. Keppt var í 8 íþróttagreinum
með þessum úrslitum:
110 m. grindahlaup: 1. Skúli Guðmundsson, K.R. 18,0; 2. Brynj-
ólfur Jónsson, K.R. 19,4; 3. Magnús Baldvinsson, Í.R. 21,3.