Árbók íþróttamanna - 01.12.1945, Blaðsíða 76
72
Ársþing íþróttaráðs Reykjavíkur
var haldið' 16. nóv. og 4. des 1944. Forseti þingsins var Erlendur
Pétursson, en ritari Jón Hjartar. Formaður ráðsins, Sig. S. Olafs-
son, lagði fram fjölritaða ársskýrslu ráðsins, en Jóh. Bernhard,
varaformaður ráðsins, las upp skýrslu yfir þau mót, er haldin
höfðu verið í umdæmi ráðsins. Þá lagði gjaldkerinn, Guðm. Sig-
urjónsson, fram endurskoðaða reikninga ráðsins — og var þetta
allt samþykkt.
Samkvæmt ársskýrslu formannsins hefir ráðið verið mjög starf-
samt á árinu. Alls hélt það 35 fundi og tók fyrir 112 mál. Byrjaði
það starfsárið á því að taka fyrir og afgreiða þær samþykktir, sem
gerðar höfðu verið á síðasta ársþingi Í.R.R. og beint hafði verið
til ráðsins. Veigamesta mál ráðsins var dómaranámskeiðið, sem
það hélt um mánaðamótin apríl—maí. Var það opið öllum sam-
bandsfélögum Í.S.Í. S.l. haust tók ráðið starfsreglur sínar til gagn-
gerðrar endurskoðunar, en svo sem kunnugt er, var á síðasta árs-
þingi samþykkt að skora á félögin að láta samræma starfsreglur
sínar við hin nýju lög Í.S.Í.
Nýtt félag byrjaði að keppa í frjálsum íþróttum á árinu. Var
það Umf. Reykjavíkur. Hafði því verið hoðið að taka þátt í þing-
inu og eiga fulltrúa í ráðinu. Yfirleitt var starfsárið mjög við-
burðaríkt og eflaust eitt hið merkasta í sögu frjálsíþrótta á Islandi.
Kosin var 7 manna nefnd til að athuga starfsregluuppkastið
fyrir næsta fund. Þá var kosin nefnd til að gera tillögur um fyrir-
komulag á dómaranámskeiðum og prófum, og loks voru kosnir
5 menn í allsherjarnefnd. Þá voru hornar fram nokkrar tillögur
m. a. ein frá Sig. S. Ólafssyni um að binda aldurstakmark drengja
við áramót eins og alltaf hefur verið gert í leikreglum, en samt
ávallt verið hrotið — og önnur frá varaformanni um, að ráðið
stofnaði til Reykjavíkurmeistaramóts í frjálsum íþróttum. Var
tillögunum vísað til Allslierjarnefndar.
Á síðari fundinum skiluðu nefndir áliti. M. a. bar starfsreglu-
nefndin fram uppkastið á starfsreglunum allmikið breytt. Var það
sainþykkt með örlitlum breytingum. En samkvæmt því fjallar