Árbók íþróttamanna - 01.12.1945, Blaðsíða 92
88
Nú bættist enn eitt félag í hópinn, Knattspyrnufélagið Vaiur,
stofnaú 1911 af piltum úr K. F. U. M. Var þá svo áskipað á þess-
um sameiginlega velli á Melunum, að Valsmenn hófu starfsemi
sína á því, að ryðja sér völl, og sýndu þar frábæran dugnað. Sá
völlur var við hlið hins, í norðausturhorni núverandi íþróttavallar.
Þó að félögunum hefði fjölgað svo mjög á örfáum árum, var
enn ekki áð ræða um neina kappleiki milli félaganna. 1 K. R. voru
nálega eingöngu fullorðnir menn; Fram mundi svara lil 2. flokks
nú, Valur til 2. eða 3. flokks og Víkingur til 4. flokks. Senniiegt
mundu hafa liðið nokkur ár, þangað til félögin hefðu leitt saman
hesta sína opinberlega, ef önnur atvik hefðu ekki ráðið.
Vorið 1911 var fullgerður gamli íþróttavöllurinn á Meluiuun
og þá skyldi fara frarn allherjar-íþóttamót, er hefjast skyldi á
aldarafmæli Jóns forseta. Viku fyrir afmælið var völlurinn vígður.
Fóru forstöðumenn vallarins þess á leit við félögin, sem að hon-
um stóðu (en meöal þeirra voru K. R. og Fram, en ekki hin knatt-
spyrnufélögin), að þau léðu aðstoð sína til þess að íþróttasýning-
arnar yrðu sem fjörbreyttastar. Létu Frammenn þá til leiðast að
leika við kappana í K. R., en þeir tóku mótherjana ekkert hátíð-
lega og tefldu ekki fram öllum beztu mönnum sínum. Þau óvænlu
úrslit urðu á þessum leik, að félögin skildu jöfn (0—0). Nú töldu
Frammenn sér alla vegi færa og tilkynntu þátttöku sína í íþrótta
mótinu; styrktu þeir þá liðið með nokkrum skólapillum, sem þá
gengu í félagið. En K. R. átti líka talsvert hetra lið en það, sem
leikið hafði fyrsta kappleikinn, og hugðu þeir nú á helndir. Leikar
fóru svo, að Fram sigraði með 2—1, eftir mjög skemmtilegan en
harðan og tvísýnan leik. Úrslitamarkið kom á síðustu mxnútu,
og var leikur ekki hafinn aftur. Dómari á þessum leikjum og öll
næstu árin var Ólafur Rósenkranz.
Sumarið 1912 var í fyrsta skipti keppt um knattspyrnubikar fs-
lands, en honum fylgdi nafnhótin „Bezta knattspyrnufélag ís-
lands“. Þrjú félög tóku þátt í mótinu: Knattspyrnufélag Reykja-
víkur, Fram og Knattspyrnufélag Vestmannaeyja. Var það í
fyrsta skipti, sem knattspyrnufl. utan af landi kom til keppni í höfuö-