Árbók íþróttamanna - 01.12.1945, Blaðsíða 73
69
Earl Audet með 16,57 hefir verið bezti kúluvarpari heimsins
síðan Alfred Blozis hætti. Blozis er nú úr sögunni, fallinn í
stríðinu. Hann var eitthvert það glæsilegasta kastaraefni, sem
fæðst hefir, um það bil 2 metrar á hæð og samsvaraði sér vel.
Hann átti fjölda árangra yfir 17 m., t. d. á hann innanhússmet-
ið 17,16 m., en bezta kringlukast hans var 53,01 m. I kúlunni er
Gunnar okkar Huseby þriðji með 15,50 m., sem er eftirtektarverð-
ur árangur á heimsmælikvarða, og er það lítt afsakanlegt af
stjórn I. S. I., að hafa ekkert gert til að kynna Gunnar og afrek
hans erlendis, en t. d. amerísku blöðin geta alls ekkert um þetta
og Iþróttabl. sænska drepur rétt á þetta í hálfgerðum spurnartón.
I kringlukasti leiða Italirnir Tosi með 52,14 og Consolini með
50,42. Adolfo Consolini á heimsmetið 53,34 sem kunnugt er. Sví-
iun Gunnar Bergh með 48,66 m. er orðinn nokkuð gamall í hett-
unni, hefir keppt í 10—12 ár og jafnan verið einn hinna fremstu
þar í kúlu og kringlu. Hann á sænska metið í kúluvarpi 15,84 m.
og varð í fyrra meistari í kringlu á 45,25 m.
I spjótkasti köstuðu aðeins tveir yfir 70 m. á móti fimm árið
áður, Sven Erilcsson með 73,24 m. er sænskur meisiari, kastaði
þá 72,15 m., en Bandaríkjameistari varð Martin Biles með 64,03
m. Annars eru Yrjö Nikkanen og Lennart Attervall frægastir þeirra.
Sá fyrri á heimsmetið 78,70 m., sett 1938, en sá síðari á sænska
metið 74,77 m., sett 1937.
Erik Johannsson, Svíþ. var bezti sleggjukastari heimsins, kast-
aði 56,97 m., sem er nýtt sænskt met.
I fyrra var Ungverjinn Nemeth 4. á skránni með 53,89 m. í
sleggjukasti, en riú er hann annar með 54,55 m. Karl Hein, sem
er fjórði á 54,24, er einn af þekktustu sleggjukösturum heimsins,
hann sigraði t. d. á Olympíuleikunum 1936 með 56,49 m. Bo Eric-
son, sem er þriðji á 54,27, varð sænskur meistari með 52,46, en
í Bandaríkjunum Henry Dreyer með 50,76 m.
I hástökki hafa Bandaríkjamenn, einkum þeir svörtu löngum
skarað framúr. Fer svo enn, að þeir eiga toppmennina, þótt t. d.
heimsmetshafinn, Les Steers (2,11 m.) sé í stríðinu. Frægastur á
skránni er vafalaust David Albritton (2,03 m.), sem hefir lceppt