Árbók íþróttamanna - 01.12.1945, Blaðsíða 52
48
Þrístökk: 1. Ragnar Kristjánsson, St. 11,36; 2. Sigtryggur Run-
ólfsson, Rd. 11,10; 3. Guðlaugur Rjörgvinsson, Bd. 10,82.
ÍÞRÓTTAMÓT VÖKU OG SAMHYGGÐAR. Sunnudaginn 30.
júlí var íþróttamót haldið að Loftsstaðabökkum í Árnessýslu.
Ungmennafélögin Samhyggð og Vaka kepptu þar í frjálsíþróttum
og ísl. glímu. Þessi urðu helztu úrslit frjálsíþróttanna:
Kúluvarp: 1. Guðmundur Ágústsson, V. 12,88; 2. Bjarni Ágústs-
son, V. 10,63; 3. Andrés Sighvatsson, S. 10,20.
Langstökk: 1. Guðmundur Ágústsson, V. 6,14; 2. Steindór Sig-
hvatsson, S. 6,02; 3. Sigurður Guðmundsson, V. 5,86.
Hástökk,: 1. Guðmundur Ágústsson, V. 1,58; 2. Árni Guðmunds-
son, S. 1,53; 3. Steindór Sighvatsson, S. 1,53.
Þrístökk: 1. Guðmundur Ágústsson, V. 13,04; 2. Árni Guðmunds
son, S. 12,92; 3. Steindór Sighvatsson, S. 12,55.
100 m.: 1. Guðmundur Ágústsson, V. 12,1 (í undanrás 12,0); 2.
Þórður Þorgeirsson, V. 12,1; 3. Jóhannes Guðmundsson, S. 12,3.
Stangarstökk: 1. Steindór Sighvatsson, S. 2,73; 2. Andrés Sig-
hvatsson, S. 2,63; 3. Guðmundur Oddsson, S. 2,63.
800 m. hlaup: 1. Þórður Þorgeirsson, V. 2:17,1; 2. Sigurður Ól-
afsson, S. 2:25,6; 3. Sigurjón Guðmundsson, V. 2:32,6.
Vallaraðstæður voru ekki að öllu leyti löglegar, og vindur var
keppendunum til hagræðis í langstökki, þrístökki og 100 m.
hlaupi. I stangarstökki var hlaupið móti vindi.
U.M.F. Vaka vann mótið með 29 stigum gegn 19. Hinn vel-
þekkti glímukappi Islands, Guðmundur Ágústsson í Hróarsholti
hlaut flest stig, 15 alls.
ÍÞRÓTTAMÓT AUSTURLANDS AÐ EIÐUM. íþróttamót Austur-
lands var haldið að Eiðum 6. ág. s.l.
Þátttakendur voru um 40 frá 11 íþrótta- og ungmennafélögum.
Keppt var um bikar, sem K.R. hefir gefið. — íþróttafélagið
Huginn á Seyðisfirði varð lilutskarpast, hlaut 42% stig. Næst að
stigatölu var U.M.F. Hróar, með 28% og 3. U.M.F. Borgarfjarðar
með 13 stig. — Stighæstu einstaklingar urðu Ólafur Ólafsson og
Tómas Árnason með 14 stig hvor og 3. Þorvarður Árnason með
12 stig.