Árbók íþróttamanna - 01.12.1945, Blaðsíða 30
26
Hástökk: 1. Oliver Steinn, F.H. 1,74; 2. Jón Hjartar, K.R. 1,70;
3. Brynjólfur Jónsson, K.R. 1,60; 4. Arni Gunnlaugsson, F.H. 1,60.
3000 m. hlanp: 1. Indriði Jónsson, K.R. 9:23,2; 2. Óskar Jóns-
son, I.R. 9:31,8 (drengjamet); 3. Sigurgeir Ársælsson, Á. 9:35,0;
4. Steinar Þorfinnsson, Á. 9:41,0.
Hlaupakeppnir í hálfleik.
Á tveim leikjum Walterskeppninnar fóru fram hlaup í hálf-
leik, þar sem 4 úrvalshlauparar leiddu saman hesta sína. I leikrf-
um milli Yals og Fram þann 6. september fór fram 400 m. hlaup
með þeim úrslitum, að Kjartan Jóhannsson, I.R., vann sigur og
setti nýtt glæsilegt ísl. met — 51,2 sek., sem var 1,1 sek. betra en
gamla metið; 2. varð Brynjólfur Ingólfsson, K.R. á 52,0 sek. eða
einnig undir gamla metinu; 3. Árni Kjartansson, Á. á 53,8 sek.
og 4. Jóhann Bernhard, K.R. 53,9 sek. Tveir drengir ldupu einnig,
voru það þeir Öskar Jónsson, I.R. (55,1)) og Pá!l Halldórsson,
K.R. (55,2). -— I leiknum milli K.R. og Yíkings þ. 10. sept. fór
fram 1000 m. hlaup og sigraði Kjartan einnig í því hlaupi, en
tókst ekki að slá metið, enda var veður mjög óhagstætt. Tíininn
var 2:42,2 mín.; 2. var Brynjólfur á 2:43,8 mín.; 3. Sigurgeir Ár-
sælsson á 2:44,6 og 4. Indriði Jónsson, K.R. 2:46,7 mín. Þessi ný-
breytni að hafa hlaupakeppni í hálfleik mæltist mjög vel fyrir.
INNANFÉLAGSMÓT K.R. fór fram eins og áður, öðru hverju
allt sumarið og fram á haust. Mestur hluti þess var þó geymdur
til haustsins, með þeim afleiðinguin, að þegar til átti að taka,
náðizt stundum ekki í beztu mennina í sumum greinunum. Olli
því ýmislegt; fjarvera, meiðsli, veikindi o. s. frv. Helztu úrslit:
100 m. 1. Jóhann Bernhard 11,7; 2. Haraldur Björnsson 12,7.
Hlaupið var í nokkuð hvössu veðri.
I annari keppni hafði Brynjólfur Ingólfsson hlaupið á 11 ,8 og
Bragi Friðriksson á 11,9 sek.
200 m.: 1. Brynjólfur Ingólfsson 23,7; 2. Sveinn Ingvarsson 24,0;
3. Jóhann Bernhard 24,1.