Árbók íþróttamanna - 01.12.1945, Blaðsíða 67
63
í hástökki, en engan, sem stendur Gunnari á sporði í kúluvarpi.
Fimm Evrópumenn höfðu betri árangur en Skúli á sídastl. sumri:
Þjóðverjinn Nacke, sem setti þýzkt met á 2,01 m. Frakkinn Lapointe,
sem setti franskt met á 1,96 m., og Svíarnir Frendin, ineð 1,96, og
Kristoffersen og Lindecrantz með 1,95 m. En 'aðeins einn þeirra
getur talizt vera honum greinilega fremri.
Þeir Gunnar og Skúli eiga eflaust eftir að hæta árangur sinti
verulega, ef þeim endist líf og heilsa, því að báðir eru aðeins
liðlega tvítugir. Gunnar var s.l. sumar aldrei í góðri þjálfun,
þrátt fyrir árangur sinn, enda æfði hann lítið. En árangur hans
með drengjaáhöldunum frá 1941, er hann var aðeins 17 ára, bend-
ir til að hann muni geta orðið með heztu kösturum heintsins,
þegar hann hefur náð fullum þroska, ef ekki vantar áhugann. —
Skúli var velþjálfaður í fyrrasumar, en lceppti sjaldan, og tel ég
vafalítið, að hann mundi hafa stokkið 1,95—1,97, ef hann hefði
keppt 6—8 sinnunt í stað þrisvar, einkum ef hann hefði verið
heppnari með veður. Still hans er ekki svo fullkominn sem skyldi,
og er honum það vel kunnugt, enda hefur hann fullan hug á að
hæta hann, og efast ég ekki utn, að það mun gefa árangur áður
en lýkur. Sólon.
C^nqlnn
ÍÞRÚTTAMAÐUR N É ÍÞR ÚTTAU N N AN DI
GETUR VERIÐ ÁN
AÐALÚTSALA BÚKAV. ÍSAFGLDAR
5