Árbók íþróttamanna - 01.12.1945, Blaðsíða 172
168
olli því að talsvert dofnaði yfir leik þeirra. Endaði fyrri hálf-
leikur því með 5:0 Sviss í hag. Síðari hálfleikur var jafnari, en
harðari. Setti Sviss þá 2 mörk gegn 1, sem Jónas setti og lauk
leiknum með sigri Sviss, 7:1.
í aðalkeppninni voru þær reglur, að flokkur var úr eftir 3 töp.
Var því fyrirfram vitað, að íslendingar myndu falla úr, ef þeir
lentu fyrst á móti sterkustu þjóðunum. Og það kom á daginn,
því í næsta leik lentu þeir á móti Svíum, sem voru með beztu
sundknattleiksþjóðum heims og höfðu þá nýlega sigrað Finna með
12:0 og Dani með 13:1 (N'orðurlandakeppnin). En það voru fleiri
en íslendingarnir, sem fengu ao kenna á þessari óheppni. Má þar
nefna gamla heimsmeistara eins og Hollendinga, sem töpuðu fyrir
Ungverjum með 8:0 og Englendinga, sem töpuðu fyrir Belgum
með 6:1 og loks hina frægu sundmenn Japana, sem töpuðu fyrir
Frökkum með 8:0 og Þýzkalandi með 13:1. Úrslit þessa leiks
urðu þau, að Svíar unnu með 11:0 eftir mjög harðan leik af þeirra
hálfu, en lélegan leik af Islendinga hálfu. Síðasti leikurinn var
við Austurríki. Var það bezti leikur íslendinga og yfirleitt drengi-
lega leikinn. Sigruðu Austurríkismenn með 6:0, en þeir höfðu
áður sigrað Svía með 2:1 og Sviss með 9:0. Ritdómendur töldu
þenna leilc sérstaklega vel leikinn. Og til merkis um það má geta
þess, að hollenzkir sundknattleiksmenn óskuðu eftir heimsókn til
íslands og sömuleiðis barst Sundráðinu bréf frá Kalifomíu, þar
sem leitað var upplýsinga um sögu og þróun sundknattleiks á fs-
landi.
Evrópumeistaramótift í Wembley 6.—13. ág. 1938.
22. júlí 1938 fóru tveir íslenzkir sundmenn á Evrópumeistara-
sundmótið í Wembley við London. Menn þessir voru Jónas Hall-
dórsson og Ingi Sveinsson, báðir úr Ægi. Hafði Sunráð Reykja-
víkur valið þá til fararinnar. Jónas átti að keppa í 400 og 1500
metra skriðsundi, en Ingi í 200 metra bringusundi.
Jónas synti 400 metrana á 5:28,4 mín., varð 5. í sínum riðli og
komst því ekki í milli riðilinn. Alls kepptu 13 í þessu sundi. 1500
metrana synti Jónas á 22:36,0 mín. og varð sá 5. í sínuin riðli,