Árbók íþróttamanna - 01.12.1945, Blaðsíða 168
164
Utanfarir íslenzkra sundmanna frá upphafi.
Alþjó'Saíþróttamót K.F.U.M. í Kaupmannahöfn ’27.
Á vegum K.F.U.M. fói;u héðan 8 íþróttamenn, þar af 3 sund-
menn á Alþjóðaíþróttamót K.F.U.M., sem haldið var í Kaupmanna-
höfn 10.—17. júlí 1927. Sundmennirnir voru Jón Pálsson, Björgvin
V. Magnússon og Ingólfur B. Guðmundsson. Lagt var af stað frá
Reykjavík með „Lyru“ þann 30. júní, en komið til Bergen 4. júlí
og þar haldnar æfingar. Að kvöldi næsta dags var farið til Öslo
og æft þar daginn eftir. Að morgni þess 7. júlí var loks komið til
Kaupmannahafnar eftir erviða ferð.
11. júlí hófst sundkeppnin. Fyrst var keppt í 100 metra sundi
frjáls aðferð, tveim riðlum. Jón Pálsson og Björgvin Magnússon
voru skráðir í sundið og lentu saman í riðli, hlið við hlið. Jóni
varð það á að synda skakkt og fyrir Björgvin og dró þannig mikið'
frá sjálfum sér. Þrátt fyrir það varð hann sá 3. í riðlinum á 1:23,0
mín. og komst í úrslitin. Björgvin náði ekki að komast í úrslitin.
Næst var keppt í 400 metra sundi, frjálsri aðferð. Ingólfur Guð-
mundsson varð þar sá 4. í sínum riðli og komst því í úrslit.
Fimmtudaginn 14. júlí ld. 7 e. h. fóru úrslitin fram. Fyrst var
keppt í 200 metra bringusundi. Jón og Björgvin höfðu báðir verið
skráðir í sundið, cn Jón gekk úr vegna þess að það var rétt á
undan úrslitunum í 100 metra sundinu. Úrslit 200 metra bringu-
sundsins urðu þau, að Björgvin varð sá 4. á 3:40,0 mín. og aðeins
3 sek. á eftir 3ja manni. Síðan fóru fram úrslit í 100 metra sund-
inu, en Jón var því miður illa fyrir kallaður. Var hann lasinn frá
því á mánudaginn. Tími Jóns var 1:25,0 mín. Fyrsti maður synti
á 1:15,2, annar á 1:18,4 og sá þriðji á 1:22,4 mín. í 400 metra
sundinu var Ingólfur síðastur í úrslitunum.
Sundmennirnir áttu því sinn þátt í þeim 14 stigum, sem íslend-
ingar fengu á þessu alþjóðaíþróttamóti.