Árbók íþróttamanna - 01.12.1945, Blaðsíða 62
58
Afrekaskrá íslands í frjálsíþróttum 1944.
Hér birtist skrá yfir 6 beztu œenn í hverri grein frjálsra íþrótta
1944. Eins og oft hefur verið getið um, er það ærið vandasamt
verk að semja skrá yfir afrek íslendinga í frjálsum íþróttum. Staf-
ar það af því í fyrsta lagi, hve fáa löglega velli við eigum, í öðru
lagi, hve áhöld og aðbúnaður er misjafn og ófullkominn og loks
í þriðja lagi hve lítið er hér um viðurkennda dóinara ennþá. Und-
anfarið hefur verið reynt að fylgja þeirri reglu, að taka aðeins
þau afrek, sem vitað var um að voru nokkurn veginn rétt. En
eins og kunnugt er, þarf aðstaða öll að vera leikreglum samkvæm
til þess að afrek teljist rétt eða met nái staðfestingu. Því miður
er því ekki að heilsa nema á örfáum stöðum og því ekki um ann-
að að ræða en að sleppa þeim árangri, sem náðst hefur við ófull-
komnar vallaraðstæður. Erlendis er það föst regla, að taka í slíka
skrá aðeins þau afrek, sem enginn vafi leikur á að séu rétt. Af
þessum ástæðum hafa engir tímar í ldaupum lengri en 100 metra
verið teknir, nema hlaupið hafi verið á hringbraut. Þá er það og
skilyrði fyrir tíina yfirleitt, að hann hafi verið tekinn á 3 klukkur
á 1. manni og ræst ineð byssu í spretthlaupi. Ennfremur, að halli
brautar í hlaupi, stökki eða kasti hafi ekki verið meiri en 10 cm.
á hverjum 100 m. Svo eykur það vitanlega á gildi afreksins, ef
viðurkenndir dómarar votta að það sé rétt.
Vonandi verður þessi afrekaskrá, jafnt og þær sem áður hafa
hirzt, til þess, að framkvæindanefndirnar á hinum ýmsu stöðiun,
reyni eftir mætti að lagfæra keppnisvellina og bæta fyrirkomu-
lag mótanna, svo hægt sé að gera réttan samanburð á afrekum allra
íslenzkra frjálsíþróttamanna.
100 m. hlaup:
Finnbjörn Þorvaldsson, ÍR. 11,2
Oliver Steinn, FH..........11,3
Jóhann Bernhard, KR. .. 11,7
Guttormur Þormar, UÍA. 11,7
Árni Kjartansson, Á........11,8
Magnús Baldvinsson, ÍR. .. 11,8
200 m. hlaup:
Finnbjörn Þorvaldsson, ÍR. 23,1
Brynjólfur Ingólfsson, KR. 23,7
Oliver Steinn, FH.........23,8
Kjartan Jóhannsson, ÍR. .. 23,9
Sveinn Ingvarsson, KR. .. 24,0
Jóhann Bernliard, KR. .. 24,1