Árbók íþróttamanna - 01.12.1945, Blaðsíða 95
91
Knattspyrnan í Reykjavík 1944.
Knattspyrnan í Reykjavík 1944 hófst með Túliníusarmótinu hinn
11. mat. Mót þetta er kennt við hinn kunna íþróttafrömuð Axel
Túliníus, fyrsta forseta I. S. í. Samkvæmt reglugerð þessa móts,
hafa aðeins Reykjavíkurfélögin fjögur, K. R., Fram, Víkingur og
Valur rétt til þátttöku og að þessu sinni tóku þau öll þátt í mót-
inu. Leikar fóru þannig: Valur—Fram 2:1 að þrem framlenging-
um loknum. K. R.—Víkingur 1:0, Valur—K. R. 4:1. Sigraði Valur
í annað sinn í röð og hlaut 4 stig. Mót þetta er útsláttarkeppni,
þ. e. það félag, sem ósigur híður, er úr leik.
A þessu ári átti Knattspyrnuráð Reykjavíkur, K. R. R. sem er
fulltrúaráð knattspyrnufélaganna hér, aldarfjórðungsafinæli, en það
var stofnað 28. maí 1919 meðal annars fyrir forgöngu Egils Jakobsen,
kaupmanns og var hann fyrsti formaður þess. I tilefni þessa af-
mælis var háður kappleikur 31. maí. Slcipun liðs í báða flokka,
á leik þenna, fór fram með nokkrum öðrum hætti en áður hafði
tíðkazt, því ahnenn atkvæðagreiðsla var látin ráða vali leikmanna.
Liðin voru nefnd A og B lið og sigraði A-liðið eftir fjörugan leik
með 3:1.
Knattspyrnumót íslands, hið árlega aðalmót knattspyrnuíþrótt-
arinnar hér á landi, hófst 5. júní. Sömu félög tóku þátt í því og
maður verður að sjálfsögð u að kunna lög og reglur svo rækilega,
uð hann hafi þær á tilfinningunni og leiki ósjálfrátt eftir þeim.
Æskan, sem iðkar knattspyrnu, gerir það sér til gamans og hugs-
ar ekki um annað en ánægjuna og svo auðvitað sigurgleðina, sé
hamingjan henni hliðholl, þegar á hólminn er komið.' En við, sem
eldri erum að árum, getum með ánægju horft á hana við þessa
iðju, því að áhrifin af henni eru holl. íþróttin vekur drengskap
og góóar dyggðir, samvinnu og samhug, auk þeirra heilsusamlegu
áhrifa, sem hún hefir á líkamsþróttinn.
Axel Andrésson.