Árbók íþróttamanna - 01.12.1945, Blaðsíða 164
160
Josepli Verdeur vann 200 m. bringusundið og sömuleiðis 300 metra
þríþrautarsundið á 4:07,3 mín.
Annars má segja að hinn 13 ára gamli þolsundskappi Jimmy
McLane vekti mesta athygli. IJann lærði að synda fyrir 3 árum,
en er þó álitinn vera bezti þolsundsmaður, sem nú er uppi. Er
sagt, að hinar óvenju stóru fætur hans geri þar sitt gagn. McLane
varð þolsundsmeistari Bandaríkjanna s. 1. ár og er um leið sá yngsti
sem orðið hefur meistari hjá fullorðnum þar í landi. Synti hann
4 mílur frjálsa aðferð á 1 klst. 41:51,4 mín., sem er aðeins 21 sek.
lakara en heimsmetið. Þá hefur hann og slegið Bandaríkjametið
á 3 mílum um 3 mín. og 47 sek. Er það nú 1 kl. 16:33,4 mín.
Frægust meðal bandarískra sundkvenna s. 1. ár er hin 18 ára
gamla Ann Curtis frá San Fransiseo. Hún er allstæðileg á velli,
mælist J> fet ensk eða 1,83 metrar. Á innanhússmeistaramótinu
setti hún 2 bandarísk met, í 220 yards frjálsri aðferð á 2:29,2 mín.
og 440 yards, 5:21,7 mín. Á utanhússmeistaramótinu vann hún
það einsdæma afrelc að verða fjórfaldur meistari: í 100 metruni
(1:09,5), 400. m. (5:32,4), 800 m. (11:29,5) og 1500 m. (22:13,1
mín.). Alls hefur hún sett 18 bandarísk met og er auk þess fyrsta
Bandaríkjastúlkan, sem sett hefur heimsmet í sundi undanfarin
10 ár. Heimsmet hennar á 880 yards frjálsri aðferð er 11:06,8 mín.
eða 9,3 sek betra en gamla inetið, sem Kagnhild Hveger setti 1936.
Af öðruin efnilegum handarískum sundkonúm má nefna í hringu-
sundi: Patricia Sinclar (13 ára) synti 100 yards á 1:17,5 mín.,
Nancy Merki (200 m. á 3:15,5 mín.) og Jane Dillard Kittieson
(100 m. á 1:25,3); í frjálsri aðferð: Brenda Helser (100 yards á
1:00,9 mín.) og í baksundi: Joan Foyle (16 ára), er synti 100 m.
á 1:20,2 mín. og Suzanne Zimmerman (100 yards á 1:11,2 mín.).
Hinn frægi sænski sundmaður Björn Borg setti á s. 1. ári nýtt
Evrópumet í 100 metra baksundi. Synti hann á 1:06,4 mín., sem
er 4/10 sek. hetra en fyrra metið, en það átti Schlauch, Þýzkalandi.
1 sama sundi setti Borg ennfremur nýtt sænskt met í 100 yards
baksundi — 1:01,1 mín. Kerstin Ákerberg frá Stokkhólmi setti
nýtt sænskt met í 200 m. bringusundi kvenna á tímanum 2:58,4
mín., sem er 2,2 sek. betra en gamla metið og nýtt Norðurlandamet.