Árbók íþróttamanna - 01.12.1945, Blaðsíða 16
12
íþróttajélag íslands“ í 9. Sinn í röð eðá síðan 1928, með þeim
breytinguin þó, að nú er bætt við orðunum „í frjálsum íþróttum“.
Breytti I.S.I. þessum titli nokkrum dögum fyrir mótið. Oisök
þessarar nafnbreytingar mun vera sú, að nú síðustu 5 skiptin, hef-
ur eingöngu verið keppt í frjálsum íþróttum á þessu móti, en áður
hafði, eins og kunnugt er, verið keppt í glímu, sundi o. s. frv.
en frjálsar íþróttir þó alltaf skipað öndvegi. Á þessu Allsherjar-
móti voru alls sett 6 ísl. met, þar af 2 drengjamet. Auk þess var
hlaupið á mettima í grindahlaupinu, og náð bezta tíma í 800 m.
hlaupi hér á íslandi. Sýndi þetta mót mjög vel, að frjálsar íþrótt-
ir eru í mikilli framför bæði hvað snertir getu heztu manna
og fjöldans. Á leikskrá voru alls 79 þátttakendur. Iþróttamenn-
irnir og áhorfendur voru óvenju heppnir með veður að þessu
sinni og mun það hafa átt sinn þátt í því, að árangurinn varð
eins góður og raun bar vitni um.
Urslit í einstökum greinum urðu þessi. Fyrsti dagur, mánudag-
ur 10. júlí:
100 m. hlaup (úrslit): 1. Oliver Steinn, F.H. 11,7; 2. Finnhjörn
Þorvaldsson, I.R. 11,7; 3. Árni Kjartansson, Á. 12,0; 4. Sævar
Magnússon, F.H. 12,1.
I undanrás hljóp Oliver á 11,3, en Sævar og Jóh. Bernhard á 11,9
sek. Vindur var mjög óhagstæður bæði í undanrásinni og úrslitum.
Stangarstökk: 1. Þorkell Jóhannesson, F.H. 3,25; 2. Sig. Steins-
son, Í.R. 3,00; 3. Magnús Gunnarsson, F.H. 2,92; 4. Kjartan Mark-
ússon, F.H. 2,92.
800 m. hlaup: 1. Kjartan Jóhannsson, l.R. 2:02,2; 2. Hörður
Hafliðason, Á. 2:03,0; 3. Brynjólfur Ingólfsson, K.R. 2:05,1; 4.
Óskar Jónsson, Í.R. 2:05,6.
Tími Kjartans er sá bezti, sem náðzt hefir hérlendis af íslend-
ing, ásamt tíma Sigurgeirs Ársælssonar frá 1939, sem þá var met.
ísl. metið er 2 sek. betra, sett af Ól. Guðm. K.R. úti í Sviþjóð
1939. Tími Óskars er nýtt drengjamet.
Kringlukast: 1. Gunnar Huseby, K.R. 41,74; 2. Ól. Guðmunds-
son, Í.R. 38,40; 3. Bragi Friðriksson, K.R. 38,32; 4. Haraldur Há-
konarson, Á. 34,12.