Árbók íþróttamanna - 01.12.1945, Blaðsíða 134
130
mesta sundmanni landsins. Skyldi þreytt um bikar þennan einu
sinni á ári í 500 metra sundi og það heita „íslendingasund“. Sund-
ið skyldi háð í sjó á helztu stöðum landsins, en ávalt undir um-
sjón og eftirliti U.M.F.R., sem jafnan yrði aðaleigandi bikarsins,
þótt sá er hann ynni, hefði leyfi til að geyma hann sem stundar-
eign sína, unz hann missti hann sökum ósigurs á íslendingasundi.
19. júní 1910 fór fram sundkeppni við sundskálann. Kepp: var
í 50 metra sundi fyrir drengi og fullorðna, með þessum úrslilum:
50 melrar (fullorðnir): 1. Stefán Ólafsson 36,0 sek. 2. Bcn. G.
Waage 40,7 sek. 3. Guðm. Kr. Guðmundsson 43,5 sek. Stefán synti
bringusund og þótti tími hans afbragðs góður. Að vísu reyndist
vegalengdin örlítið of stutt við endurmælingu.
50 metrar (drengir innan 18 ára): 1. Ásgeir Ásgeirsson 40,0 sek.
2. Tómas Hallgrímsson 40,3 sek. 3. Erlingur Pálsson, 40,5 sek.
Tímatakan mun ekki hafa verið sem nákvæmust. Á eftir kapp-
sundinu voru sýndar ýmsar sundlistir.
31. júlí sama ár var aftur háð kappsund við sundskálann. Kcppt
var í 100 metra sundi fyrir eldri og vngri, en eftir á reyndist
vegalengdin vera 105 metrar. Stefán Ólafsson varð fyrstur hjá
þeim eldri, en Ásgeir Ásgeirsson hjá þeim yngri. Að því loknu
fór fram kappsund fyrir stúlkur 50 metra langt. Var það í fyrsta
sinn, sem ltonur þreyttu opinberlega kappsund hér á landi. 4
stúlkur tóku þátt í sundinu, allar úr U. M. F. Iðunni. Úrslit urðu
þessi: 1. Svafa Þorsteinsdóttir, 2. Sigríður Þorsteinsdóttir, 3. Abe-
lina Gunnarsdóttir, 4. Sigurbjörg Ásbjarnardóttir. Má segja, að með
þessari keppni hafi verið hrotnir niður gamlir lileypidómar, þvi
allt til þess tíma var það talið næsta ósæmilegt ef stúlkur syr.tu í
augsýn karlmanna.
Þann 14. ágúst 1910 var „íslendingasundið“ svokallað háð í fyrsta
sinni, við Sundskála U.M.F. Reykjavíkur í Skerjafirði. Vcga-
lengdin var 500 metrar. Sjónarvottur lýsir keppninni þannig:
„Klukkan 11 árdegis voru bæjarbúar komnir suður að sundskála
svo hundruðum skipti. Var ró og kyrrð yfir öllum og yndislega
hressandi sumarblær yfir leikvanginum. Drógu margir áhorfenda
þungt andann af meðaumkvun með sundmönnunum, er þeir sáu