Árbók íþróttamanna - 01.12.1945, Blaðsíða 108
104
en þann síðari vann K.A. með 2:0. Hlaut félagið því Valsþik-
arinn í 2-sinn. I II. og III. flokki kepptu sömu félög og vann
Þór í báðum flokkum með 2:1.
AKRANES. í sambandi við knattspyrnunámskeið, sem haldið
var á Akranesi í júní mánuði fór fram hin árlega vorkeppni í
knattspyrnu. Knattspyrnufélagið Kári vann í 2. og 3. flokki,
en Knattspyrnufélag Akraness í 1. flokki og hlaut þarmeð
nafnbótina „bezta knattspyrnufélag Akraness“.
Annar flokkur knattspyrnumanna úr Val, sem nýlega vann
2. flokks mótið í. Rvík. fór til Akraness 24. júní og keppti við
2. flokk Akurnesinga, Unnu þeir síðarnefndu með 3:0.
9. júlí fóru 30 knattspyrnumenn úr K.R. upp á Akranes og
lcepptu 2 leiki. Úrslit urðu þau að í 1. flokki vann K.R. með
3:2, en í 3. flokki unnu Akurnesingar með 2:0.
VOI’NAFJÖRÐUR. Á íþróttamóti Umf. Einherja Vopnafirði
þann 18. júli s. 1. fór fram knattspyrnukeppni milli Borgfirð-
inga og Vopnfirðinga. Báru þeir fyrnefndu sigur úr býtum með 3:1.
EIÐAR. Á íþróttamóti Austurlands, sem haldið var að Eiðum
6. ágúst fór fram knattspyrnukeppni milli Borgfirðinga og Esk-
firðinga. Þeir fyrnefndu sigruðu með 7:2.
REYKHOLT. Á íþróttamóti í Reykholti 3. sept. fór fram
knattspyrnukeppni milli Umf. Reykdæla og Umf. Snæfells í
Stykkishólmi. Sigraði Umf. Snæfell með 2:0 eftir fjörugan og
góðan leik. Þótti markvörður þeirra standa sig með ágætum.
ÍSAFJÖRÐUR. Knattspyrnumót Vestfjarða, í I. aldursflolcki
var háð á Isafirði 3. sept. s. 1. Vestri vann mótið með tveim
stigum, Hörður fékk 0 stig. Keppt var um Framhornið, og hefur
hvort félagið, Hörður og Vestri, nú unnið það tvisvar sinnum.
Knattspyrnumót Vestfjarða, II. aldursflokkur, var dæmt ógilt.
KNATTSFYRNUMÓT AUSTURLANDS var háð á Reyðar-
firði 17. sept. Sex félög tóku þátt í mótinu, Austri frá Eskifirði.
Huginn, Seyðisfirði, Leiknir, Fáskrúðsfirði, Samvirkjafélag Eiða-
þinghár, Valur Reyðarfirði og Þrótlur, Neskaupstað.
Fyrri daginn fóru fram þrír kappleikir og var skipt eftir þeim
í A og B lið. Síðari daginn voru háðir 6 kappleikir. I A flokki