Árbók íþróttamanna - 01.12.1945, Blaðsíða 66
62
Tveir afreksmenn á heimsmœlikvar'ða.
Sumarið 1944 unnu tveir Islendingar svo frækileg afrek í frjáls-
um íþróttum hér heinia, að langt tók fram öllu því, sem áður
hafði þekkzt. Skúli Guðmundsson, K.R., bætti hástökksmetið tví-
vegis, fyrst úr 1,85 m. í 1,93 og síðan í 1,94, og Gunnar Huseby,
K.R., bætti sömuleiðis tvívegis kúluvarpsmet sitt úr 14,79 m. í
15,32 og 15,50 m. Þetta er hvorttveggja árangur, sem allstaðar er
talinn ágætur og mundi boðlegur livað’a þjóð sem væri.
Nýlega hefur sænska íþróttablaðinu borizt fregn um þetta, og
hefur það farið nokkrum orðum um afrek Gunnars, og telur hann
vera bezta eða með beztu kúluvörpurum Evrópu, sé árangur hans
réttur. Blaðinu kemur afrek hans greinilega á óvart og heldur
að þetta muni vera verk bandarískra hermanna, en Ameríkumenn
eru heztu kúluvarparar í heimi, svó sem kunnugt er. Þetta er þó
rangt til getið. Gunnar Huseby hefur ekki notið tilsagnar er-
lendra manna.
Árangur Gunnars Huseby síð’astliðið surnar mun vera sá þriðji
bezti í heiminum í kúluvarpi þetta ár. Bandaríkjamaðurinn Earl
Audet er fremstur með 16,57 m., en Gunnar var fremri öllum öðr-
um Ameríkumönnum. Annar maður, finnskur, Lehtilá að nafni,
mun einnig vera með betri árangur, 15,85 m.
Árangurs Skúla var ekki getið í Iþróttablaðinu, en það mun
stafa af því, að Svíar eiga nú 2—3 menn, sem eru jafnokar Skúla
hlaupi (54—55 sek.?), stangarstökki, lcúluvarpi og 4X440 yards
boðhlaupi. — Hinn er Ingjaldur Kjartansson, rakari, sem dvalið
hefur í Danmörku stríðsárin. Keppti hann s.l. sumar í 400, 800
og 1500 m. hlaupum og mun hafa náð þar mjög góðum tímum.
Þessi afrekaskrá hér að framan sýnir greinilegar framfarir frá
árinu á undan og þótti það þó gott. Er ljóst að frjálsar iþróttir
eru í stöðugri framför hér á landi bæði hvað snertir afrek beztu
mannanna og hins vaxandi fjölda, sem iðkar þær.