Árbók íþróttamanna - 01.12.1945, Blaðsíða 113
109
sigraði og vann einnig bikarkeppnina. Léku þeir þannig sama
bragðið og Norköping árið á undan.
„Frem“ í Kaupmannahöfn varð Danmerkurmeistari s. 1. ár.
Þýzkaland lék tvo leiki við leppríkin Slóvakíu og Bæheim og
er það í frásögur fært, að kappleikirnir hafi farið fram svo ná-
lægt víglínunni, að fallbyssudrunurnar hafi heyrzt greinilega,
,S. J.
Arsþing knattspyrnumanna 1944.
7. knattspyrnuþingið stóð yfir dagana 24. febrúar, 2. og 9. marz.
Fulltrúar mættu frá Fram, ÍR., K.R., Val og Víking. I.R. tók nú
í fyrsta sinn þátt í þinginu og átti einnig í fyrsta sinn fulltrúa í
Knattspyrnuráöinu.
Fíelztu mál þingsins voru þessi:
Skipting knattspyrnudómara í flokka. Framtíðarfyrirkomulag á
fekstri knattspyrnumótanna í Reykjavík. Vallarmálin.
Samþykkt var að flokka knattspyrnudómara í 1. flokks og 2.
flokks dómara, þannig að þeir dómarar, sem tekið hafa dómara-
próf fyrir 1943, verði taldir til 1. flokks, en dómaraefni frá þeim
tíma skulu eftir að hafa lokið liinu munnlega og verklega prófi,
dæma nokkra leiki samkv. ákvörðun Knattspyrnudómarafélags-
tns, en síðan ganga undir annað próf verklegt og munnlegt og
þá fyrst teljast 1. fl. dómarar, er þeir hafa staðizt það. Meistara-
flokksleiki, sem og úrslitaleiki í mótum hinna floklcanna mega
aðeins 1. fl. dómarar dæma.
Samþykkt var að undirbúa og gera tillögur um fyrirkomulag á
fekstri knattspyrnumótanna og leggja fyrir næsta knattspyrnuþing.
Var kosin til þess 5 manna nefnd, skipuð einum manni úr hverju
félagi.
í vallarmálunum var samþyklct áskorun til hæjarstjórnar um að
breyta reglugerðinni um íþróttavöllinn á Melunum í Rvík þannig,
að hún nái til allra valla er bæjarfélagið rekur og sé liún skipuð
af íþróttamönnum hæjarins, en ekki Í.S.f. eins og hingað til.