Árbók íþróttamanna - 01.12.1945, Blaðsíða 74
70
í 10 ár og jafnan stokkið 2 metra, bezt 2,07, sem þá var heims-
met. Slcúli Guðmundsson er 6. Evrópumaðurinn með 1,94 m., en
hinir eru: Nacke, Þýzkal., 2,01, Lapointe, Frakkl. 1,96, S. Frendin,
Svíþj., 1,96, Kristoffersson, Svíþj., 1,95 og Lindecrantz, Svíþj.,
1,95 m.
O’Reilly, toppmaðurinn í langstökki (7,67) er engu síður lið-
tækur í hlaupum, allt upp að 400 m., á hann t. d. bezta tíma árs-
ins í 100 yards hlaupi (91,438 m.) 9,5 sek., sem er aðeins 1/10
sek. lakara en heimsmetið. Meistari varð hann þó ekki, því hann
vantaði á mótið. I hans stað varð William Lund langstökksmeist-
ari á 7,10 m., aðeins 2 cm. lengra en Oliver Steinn hér á Islandi.
I þrístökki er Rússinn Zambrimborts beztur með 15,22, og átti
hann marga árangra yfir 15 m. s. 1. sumar. Cornelius Warmer-
dam með 4,57 m. er ennþá einvaldur í síönginni, þegar hann
má vera að því að keppa, því hann er nú kominn í flotann, Osolin
(4,20) er einnig gamalkunnur stangarstökkvari, sem um margra
ára skeið hefir verið einn hinna fremstu í Evrópu.
Sænskur tugþrautarmeistari varð Göran Waxberg, fékk hann
6900 stig (11,6 — 6,86 — 12,38 — 1,83 — 52,6 — 16,5 — 37,91 —
3,60 — 52,85 — 4:33,6). I fimmtarþraut setti Waxberg nýtt sænskt
met 3524 stig. Afrek hans voru þessi: langst. 7,16 in., spjót 51,29
m., 200 m. hl. 23,1 sek., kringla 40,56 m., 1500 m. hl. 4:27,4 mín.
í erlendum íþróttablöðum er nú mikið ritað um næstu Olympíu-
leika. Rer ölluin saman um, að þeir ættu að gera orðið 1948, en
hinsvegar eru uppi ýmsar raddir um, hvar eigi að halda þá, og
hefir verið stungið upp á t. d. Stokkhólmi, Los Angeles, London
eða einhverjum stað í Sviss. London kemur þó varla til greina,
vegna skemmda, sem þar hafa orðið af völdum stríðsins. Þá kem-
ur bæði Randaríkjamönnum, Bretum, Hollendingum o. fl. þjóðum
saman um það, að útiloka þyrfti Þjóðverja frá þátttöku ásamt
Japönum, sumir segja í allt að því 50 ár.
Ekkert er samt ákveðið um þetta ennþá, en eitt er þó víst, að
leikarnir verða haldnir innan skamms og milljónir íþróttamanna
um heim allan bíða þeirrar stundar með óþreyju.
Brynjólfur Ingólfsson.