Árbók íþróttamanna - 01.12.1945, Blaðsíða 89
85
áður en æfing hófst. Með þessu móti tókst mönnum að fylgja
ákveðnum reglum í leik, t. d. um rangstöðu (off side) o. s. frv.
Fyrsta knattspyrnufélagið í Reykjavík var stofnað 1899 (Knatt-
spyrnufélag Reykjavíkur). Á fyrsta áratug þessarar aldar var það
eitt um hituna. (Það hét þá Fótboltafélag Reykjavíkur, því að orðið
knattspyrna er ekki myndað fyrr en um 1910, og mun Bjarni frá
Vogi vera höfundur þess orðs). Æfingar voru á melunum, skammt
fyrir sunnan Valhöll, og liggur Suöurgata nú um vesturbrún þess
svæðis. Melarnir voru mjög blautir á vorin, ekki nema aur og
leðja, þangað til frost var úr jörðu og þurrt orðið. Var því venju-
lega ekki hægt að byrja æfingar fyrr en í maí, en vetraræfingar
tiðkuðust ekki þá og ekki fyrr en löngu síðar.
Fyrsti knattspyrnukappleikur, sent háður var liér á landi, var
fyrir aldamót. Var þá keppendum raðað í lið eftir hlutkesti, en
flestir voru viðvaningar og kunnu lítt að fara með knöttinn. Bar
mest á þeim Adam Barcley og Magnúsi Magnússyni frá Cam-
bridge, er voru sinn í hvoru liði.
Á aldamótahátíðinni var aftur liáður kappleikur, og var liði
þá skipt af handahófi, en fyrirliðar valdir þeir bræðurnir Þor-
steinn og Pétur Jónssynir. Vann lið Péturs sigur og félck að verð-
launum 25 krónur í peningum, einn minnispening og heiðursskjal,
sem Ben. Gröndal hafði skrautritað. Voru það fyrstu verðlaunin,
sem „Knattspyrnufélagi Reykjavíkur“ hlotnúðust. Mun skjalið
nú því miður vera glatað, en minnispeningurinn er til. Nokkru
seinna var háður annar kappleikur með sömu foringjum og vann
þá lið Þorsteins.
Um aðra kappleiki var ekki að ræða fyrstu æviár K.R., nema þegar
náðist í enskar skipshafnir af herskipum, en þessi ár voru ensk
varðskip hér við land að staðaldri. Árið 1907 var stofnað Iþrótta-
félag Reykjavíkur, og þó að það hefði ekki knattspyrnu á stefnu-
skrá sinni, þá hafði það nógu mörgum knattspyrnumönnum á að
skipa til þess að geta háð nokkra leiki við K. R. Knattspyrnu-
menn í. R. voru sem sé flestir (og ef til vill allir, nema Bertel-
sen, formaður og stofnandi í. R.) einnig félagsmenn í K. R. og
höfðu lært þar og iðkað listina. Var þetta gert til þess að hægt