Úrval - 01.06.1943, Blaðsíða 9
LEYNILEG SENDIFÖR TIL NORÐUR-AFRÍKU
7
hósta. Jumbo Courtney var að
reyna að bæla niður hóstakviðu.
Vinum hans fannst hljóðið svo
hátt, að það hlyti að heyrast
alla leið til Alsír-borgar. Jumbo
var alveg að kafna.
„Guð almáttugur!“ stundi
hann. „Ég er alveg að kafna!“
„Hérna er tyggigúmmí, sem
þér getið tuggið,“ sagði Clark.
Jumbo tók við tyggigúmmí-
inu og tuggði í ákafa. Hviðan
leið hjá. Þögnin færðist aftur
yfir kjallarann og mennirnir
gátu heyrt hjartslátt sinn.
Uppi á loftinu reifst Murphy
enn af kappi við lögreglufor-
ingjann. Frakkarnir tveir héldu
söngnum áfram. Hver mínúta
var eins og heil öld.
Þá varð allt í einu breyting á
röddunum uppi. Lögregluforing-
inn var ekki eins höstugur í tali
og fyrst. Holmes varp öndinni
léttara. „Bob er búinn að fá
hann á sína skoðun,“ sagði hann
í hálfum hljóðum.
Lögregluforinginn var búinn
að sannfæra sig um, að ekkert
smygl ætti sér stað þarna. Hann
yrði samt að gefa yfirboðara
sínum skýrslu um þetta, sagði
hann, og hann kvaðst ekki efast
um það, að yfirboðari hans
mundi koma þangað til þess að
rannsaka málið enn frekar
sjálfur.
Þá lá aftur við að Jumbo færi
að hósta.
„Tyggið gúmmíið,“ hvíslaði
Clark og var mikið niðri fyrir.
„Ég geri það, en það er ekk-
ert sætt á bragðið lengur.“
„Það þykir mér ekkert ein-
kennilegt,“ svaraði Clark, „því
að ég var búinn að japla það í
fulla klukkustund, þegar ég lét
yður það eftir.“
Að þessu þótti mönnum hin
mesta skemmtun — en ekki fyrr
en löngu síðar.
Loksins fór lögreglan leiðar
sinnar og þeir heyrðu bíl hennar
aka á burt. Clark og menn hans
komu upp úr kjallaranum og
vildu fyrir alla muni komast um
borð í kafbátinn hið bráðasta.
En það var ennþá haugabrim.
Til þessa hafði allt gengið að
óskum, og nú reið á að komast
á brott með allar upplýsing-
arnar.
„Við reynum," sagði Clark.
Kafbátnum var sent loft-
skeyti: „Komið eins nærri og
þið getið. Við erum í vanda
staddir og verðum að komast
tafarlaust um borð.“
Þeir báru kænurnar niður að
sjónum. Það þurfti hugrekki