Úrval - 01.06.1943, Blaðsíða 27
ENDALOK „ARNARINS'
25
niður á hafsbotninn, myndi Örninn
fara með okkur. Og það var bót í
máli. Hlið við hlið myndum við hníga
í djúp hafsins, veiðimaðurinn og
bráðin. En engum datt í hug að
harma eða æðrast. Það er ekki
hræðilegt heldur göfugt og tigin-
mannlegt að deyja á þennan hátt.
Þetta skeði klukkan stundarfjórðung
yfir eitt eftir hádegi.
„Örninn" breytti stefnu á króka-
leið sinni og sneri nú að okkur hlið-
inni. Þá var tundurskeytum okkar
skotið, einu, tveimur, þremur, fjór-
um. Við störðum á yfirmann okkar.
Orðlaus eftirvænting í fáeinar sek-
úndur. Svo kom blóðið aftur fram í
kinnar hans. Kafbáturinn okkar
titraði um leið og tundurskeytin
sprungu.
Ég sá eldglæringar. Það fór
hrollur um mig allan og vatn,
eldur og reykur gaus að minnsta
kosti hundrað fet upp í loftið.
Við höfðum ekki verið aðvarað-
ir og ég hafði aldrei reynt þetta
fyrr, en ég vissi, að það var
tundurskeyti. Á næstu sekúnd-
um urðu þrjár sprengingar,
sams konar og sú fyrsta, og
ég varð gegndrepa af sjó, sem
gusaðist yfir þilfarið. Skipið tók
að hallast — hægt og silalega,
eins og hvalur, sem hefir verið
skutlaður, Það var gamalt og
fjögur tundurskeyti urðu því
um megn. Ég sá ekki mikið eftir
skipinu, en ég varð áhyggju-
fullur, þegar ég sá flugvélarnar
á flugvélaþiljunum renna út af
brúninni. Það var erfitt að fá
flugvélar um þessar mundir, og
ég vissi að okkur þótti fyrir, ef
við misstum eina flugvél, hvað
þá meira.
Áhöfnin, sem fram að þessu
hafði ekki látið á sér bæra, lét
nú hendur standa fram úr erm-
um og allt í einu varð líf í tusk-
unum. Ég komst í síma og
reyndi að ná sambandi ofan í
vélasalinn. Ég endurtók bjána-
lega: „Allir uppá dekk! Allir
upp á dekk!“ og horfði um leiðá
olíu og sjó, sem streymdi út um
hlið skipsins. Allt í einu kom
sjómaður til mín og sagði ró-
lega: ,,Því miður, herra, er ekk-
er samband."
Plugvélaþiljan var nú nærri
því lóðrétt og flugvélarnar hröp-
uðu í hafið ein af annarri. Sem
betur fór hafði ekki kviknað í
skipinu og átti ég þó von á því
á hverri stundu að sjá logana
gjósa upp. Olía streymdi út á
hafflötinn og lítill neisti hefði
getað hleypt öllu í bál. Iiöfuð
mannanna, sem voru þar á
sundi, voru eins og svartar ból-
ur á olíubrákinni. Þeir voru svo
olíubornir í framan, að ekki
4