Úrval - 01.06.1943, Blaðsíða 114
112
ÚRVAL
ekki opna þessar flóðgáttir
nema stíflustjórinn skipaði svo
fyrir, enda var mikið í húfi. Ef
það væri gert, myndi vatnið
flæða yfir víðáttumikið land-
svæði; flytja yrði allan búpen-
ing á brott, naut og sauðfé, og
bændurnir, sem stunduðu
sperglarækt, færu á vonarvöl.
Að vísu var þessum mönnum
ljós áhættan, sem var því sam-
fara að reka búskap á þessum
slóðum. En markmið stíflustjór-
ans var að halda öllum varnar-
stöðurn sínum. —
Síminn hringdi; einn af stór-
bændunum bað um viðtal.
„Þér opnið ekki flóðgáttirnar,
fyrr en nauðsynlegt er?“
Það hljóp þykkja í stíflu-
stjórann við spurninguna. „Ég
læt opna gáttirnar, þegar ég álít
rétt að gera það!“
Hann sleit talinu. Þvínæst
sneri hann sér að skýrslunum
og beit á jaxlinn. Þegar hann
hafði lokið athugunum sínum,
hristi hann höfuðið og kallaði
á ritarann og las honum fyrir:
Ameríkufljót vex stöðugt og
mun flæða yfir þjóðveginn milli
Sacramento og Norður-Sacra-
mento um miðnætti. Umferð
verður að fara fram um Jib-
boomstræti.“
Stíflustjórinn hallaði sér aft-
ur á bak í stólnum og leit á
klukkuna. Tilkynningin var
send samstundis og innan
tuttugu mínútna gat hann búizt
við Nefndinni.
í Nefndinni voru þrír kaup-
sýslumenn, og þeir komu fyrr
en hann bjóst við. Formaður-
inn hafði orð fyrir þeim og
sagði:
„Þetta verður að taka enda.
Ef veginum verður lokað,
hækka skuldabréf Sacramento-
borgar um hálfa milljón dollara
— á dag. Ef þér opnið flóðgátt-
irnar, flæðir elíki yfir veginn.
Við erum fulltrúar Félags kaup-
sýslumanna, og við borgum tais-
vert mikla skatta!“
„Hvað verður um bændurna á
flóðasvæðinu, ef stíflurnar eru
opnaðar?" spurði stíflustjórinn
all-hvasst.
„Auðvitað flæðir landið, en
þeir hafa alltaf mátt búast við
því.“
Stíflustjórinn hugsaði sig um
stundarkorn.
„Ég opna ekki flóðgáttirnar,“
sagði hann, „fyrr en ég tel borg-
ina í hættu.“
Nefndarmennirnir litu hver á
annan og stóðu upp. Formaður-
inn, sem var mjög holdugur