Úrval - 01.06.1943, Blaðsíða 20
18
ÚRVAL
ar hann kom inn í skrifstofu
bankastjórans, sagði hann til
dæmis: „Nei, þér eruð veiðimað-
ur! Sem ég er lifandi er þarna
Greenhart-veiðistöng á veggn-
um!“ (E. P. vissi nöfn á öllum
hlutum). Eftir nokkrar mínútur
var bankastjórinn, rjóður og
sæll, farinn að sýna honum
veiðistöngina og búinn að ná í
veiðiflugnaöskju, sem hann
hafði geymt í skrifborðsskúff-
unni. Þegar E. P. fór, var hann
með hundrað dollara í vasanum.
Trygging var engin. Viðskipt-
unum var lokið.
Hann beitti líkri aðferð í gisti-
húsum og verzlunum. Enginn
stóðst honum snúning. Hann
verzlaði eins og höfðingi og
spurði aldrei um verð. Hann
minntist aldrei á borgun, fyrr
en hann var að fara — þá var
eins og hann rankaði allt í einu
við sér: „Eftir á að hyggja, ver-
ið svo góðir að senda mér reikn-
inginn fljótt, því að ég kann að
fara úr bænum þá og þegar.“
Svo sneri hann sér að mér og
sagði (eins og hann kærði sig
ekki um að búðarfólkið heyrði):
„Sir Henry Loch hefir símað
aftur frá Vestur-Afríku.“ Svo
var hann þotinn; búðarfólkið
hafði ekki séð hann fyrri; það
sá hann ekki aftur.
I gistihúsum fór hann öðru-
vísi að. Sveitahótelin voru auð-
vitað ekki erfið viðfangsefni. Á
slíkum stöðum kom það fyrir,
að E. P. borgaði reikning sinn
— sannur veiðimaður skýtur
ekki sitjandi akurhænu. En
stóru gistihúsin voru annars
eðlis. Þegar hann hafði tekið
saman pjönkur sínar, tösku og
frakka og var búinn til brott-
ferðar, bað hann venjulega um
reikninginn. Þegar hann hafði
séð upphæðina, lézt hann verða
mjög hrifinn af hinu sanngjarna
verði.
„Hugsaðu þér!“ sagði hann,
og þóttist beina orðum sínum
sérstaklega til mín, „berðu þetta
saman við HótelCrillon í París!“
Hóteleigandinn gat ekki gert
þennan samanburð, en honum
fannst hann selja fremur ódýrt.
Svo sagði E. P. aftur við mig:
„Minntu mig á að segja Sir John
frá því, hvað vel hefir farið um
okkur hérna — hann kemur
hingað í næstu viku.“ „Sir John“
var forsætisráðherra, og hótel-
eigandinn hafði ekki hugmynd
um að von væri á honum —
enda var ekki von á honum . . .
Svo kom síðasta bragðið: „Lát-