Úrval - 01.06.1943, Blaðsíða 21
E. P. FRÆNDI
19
um okkur sjá . . . sjötíu og sex
dollarar . . . sjötíu og sex . . .
Þér fáið mér“ — og E. P. hvessti
augun á hóteleigandann — „þér
fáið mér tuttugu og fjóra doll-
ara, þá man ég eftir að senda
yður hundrað dollara seðil.“
Maðurinn var skjálfhentur —
en hann lét sig og fékk E. P.
tuttugu og fjóra dollara.
Þetta ber ekki að skilja svo
sem E. P. væri þorpari eða að
öðru leyti óheiðarlegur. Reikn-
ingar voru í augum hans
greiðslufrestur, líkt og brezku
skuldirnar við Bandaríkin. Hann
framdi aldrei þorparabragð á
ævi sinni. Og hin stórfelldu
áform hans lágu öll ljóst fyrir
— og voru líka innantóm.
f viðræðum hagaði E. P. ávallt
orðum sínum eftir því, sem hann
taldi bezt henta í það og það
sinn. Einu sinni kynnti ég hann
fyrir nokkrum námsfélögum
mínum, ungum mönnum, komn-
um að háskólaprófi. Allt í einu
vék E. P. sér að mér og sagði
upp úr þurru: ,,Þú hefir víst
gaman af að frétta, að ég er ný-
búinn að fá heiðurstitilinn frá
Vatikaninu — loksins." Þetta
„loksins" sló allt út — titill frá
páfanum og meira að segja á
eftir áætlun!
Auðvitað gat þetta ekki geng-
ið svona til lengdar. Lánstraust-
ið þverr. Tiltrúin veikist. Lánar-
drottnar verða óþjálir og kunn-
ingjarnir snúa sér undan. Smám
saman tók E. P. að hraka. Hann
missti konuna. Hann dróst eftir
götunum hálftötralega til fara,
og það hefði verið sorgarefni að
sjá hann, ef hann hefði ekki
haft óbilandi sjálfstraust og
verið svo dæmalaust bjartsýnn.
Erfiðleikar hans fóru vaxandi.
Loks var honum neitað um lán
í vínstofunum. Jim bróðir minn
— portúgalski hertoginn — hef-
ir sagt mér, að öskuvondur veit-
ingaþjónn hafi eitt sinn hrakið
E. P. út úr vínstofu í Winnipeg
og rofið þannig dáleiðsluna.
E. P. hafði komið inn með hóp
manna, brugðið annari hendinni
á loft og kallað: „Hr. Leacock,
fimm! .... Veitingaþjónninn
jós úr sér bölvi og formælingum.
E. P. tók í handlegginn á einum
vina sinna og sagði: „Við skul-
um fara. Ég held að maðurinn
sé vitskertur. Ég get ekki feng-
ið af mér að kæra hann.“
Von bráðar hætti hann líka
að geta ferðast. Járnbrautarfé-
lögin komust að því að lokum,
að engin Arctic Ocean-braut var
3*