Úrval - 01.06.1943, Blaðsíða 110
108
ÚRVAL
sagði veðurstofustjór-
inn.
Svo fór hann að athuga málið
nánar. Ungi veðurfræðingurinn
gat svo sem spáð — hann var
ekki ábyrgur. En veðurstofu-
stjórinn vissi, hvaða afleiðing-
ar það myndi hafa, ef h a n n
gengi að ritvélinni og skrifaði
REGN á veðurspáreyðublaðið.
Þetta eina orð myndi vera stór-
kostlegasta frétt, sem borizt
gæti um Kaliforníu. Þúsundir
manna myndu breyta áætlunum
sínum; hundruð iðnfyrirtækja
myndu gera hinar og þessar
ráðstafanir; fé myndi verða
eytt, skynsamlega og óskyn-
samlega. Og ef hann rigndi svo
ekki eftir allt saman, þá myndi
skapazt hlægileg andhverfa og
allri sökinni yrði skellt á veður-
stofuna. Ef hann skrifaði
HREINVIÐRI eða jafnvel
BREYTILEGT og síðan færi að
rigna, yrði fólk óviðbúið veðra-
brigðunum og slíkt gæti kostað
óhemju fé, auk margra manns-
lífa. Af þessum ástæðum ákvað
hann að endurskoða vandlega
alla möguleika í þetta sinn.
Síminn hringdi. Blaðið ,,Reg-
ister“ var að spyrja um veður-
spána fyrir næstu tvö dæg-
ur.
„Segið þeim, að bíða í tíu
mínútur.“
Veðurstofustjórinn andvarp-
aði og minntist þess, sem fyrir-
rennari hans hafði sagt honum:
„Þetta starf veitir litla hvíld' og
leyfir enn minna hik.“ Nú, jæja,
tíu mínútur ættu að nægja.
Hann sá, að hann var um-
kringdur af fjórum öflugum
máttarvöldum: Hæðarsvæðinu
yfir Kyrrahafinu að vestan,
heimskautsloftinu að norðan,
stormi yfir Winnipeg að austan
og öðrum stormi, er kom utan
af Kyrrahafi norðanverðu. í
sameiningu virtust öll þessi öfl
stefna að því að mynda regn.
En honum var ljóst, að dulin
öfl gátu haft sín áhrif, að veður-
far hinum megin jarðar gat
valdið því, að veðurspáin reynd-
ist röng. Og starf hans var að
spá eftir líkum, en ekki að skýra
frá öllum möguleikum. Hann
tók ákvörðun.
„Símið stormaðvörun," kall-
aði hann. Hann sneri sér að rit-
vélinni. „Og segið „Register“
að setja fyrirsagnir og vera
viðbúið. Veðurspáin er REGN.“
„REGN!“
*
Forstjóri Palace-vöruhússins
las veðurfréttina í morgunblað-