Úrval - 01.06.1943, Blaðsíða 70
68
ÚRVAL
stað. En leyndardómurinn, sem
að baki býr er mikill, og — ef
ykkur sýnist svo — þá er hann
jafnverður tilbeiðslu og tignun-
ar nú eins og áður. Vísinda-
mennirnir þekkja þess dæmi, að
þróunin hafi farið út í öfgar,
ef svo mætti segja. Stærð risa-
eðlunnar hefir sízt verið henni
notasæl. írski elgurinn hafði svo
stór horn (sem hann hefir að
öllum líkindum fellt árlega), að
endurvöxtur þeirra á ári hverju
hefir haft í för með sér örlaga-
þrungna veiklun á dýrastofninn,
sem nú er auðvitað löngu al-
dauða. Cope hefir nefnt þetta
heppilega „hóflausa vaxtar-
orku“ — vöxt svo einhliða, að
hann leiðir til dauða tegundar-
innar fyrr eða síðar. En hvað
olli þessum risavexti? Frá
Darwin stafa orðtækin: — ,,kyn-
úrval“, „baráttan fyrir lífinu“
og Spencer bætti við: „Þeir
hæfustu halda velli.“
Öll þessi orðtæki skýra málið
að nokkru leyti. Við skulum
heimfæra þau t. d. á „blaðfiðr-
ildið“ (Kallima) og sjá, hvers
við verðum vísari. Ættstofn
fiðrilda tekur að myndbreytast.
Smátt og smátt taka fiðrildin á
sig líkingu visnaðra blaða, í
þeim tilgangi sjálf að öðlast
vernd. Ef þessi myndbreyting
gerðist eingöngu fyrir sakir
„náttúru úrvals“ væri skynsam-
legt að ætla, að þróunin hætti
jafnskjótt og fiðrildin hefðu
náð verndarlíkingunni. En svo
fer ekki. Blaðfiðrildið indverska
er skreytt svipuðum blettum og
vissir rotsveppir setja á dauð
trjáblöð. Vængjarendur sumra
þessarra fiðrilda virðast rifnar
og tættar. f stuttu máli sagt
dýrin eru orðin eins konar skop-
stæling á hinum visnu blöðum,
og það að nauðsynjalausu. Eitt-
hvað hratt þróuninni lengra en
nauðsyn krafði.
Lamarck gerði ráð fyrir, að
„notkun“ og „ekki notkun“ líf-
færa hefði áhrif á þróun þeirra,
og að áunnir eigileikar gengju
að erfðum. Nú vitum við öll, að
til eru flokkar manna, sem
lemstrun hefir tíðkast hjá í
þúsundir ættliða, án þess þó að
erfast nokkru sinni. Við vitum
líka, að áður fyrr, þegar það var
tízka að taglstífa hestana, fædd-
ust, þrátt fyrir það, aldrei tagl-
stutt folöld.
Sannleikurinn er sá, að ef við
viljum vera veruleikanum sam-
kvæm í mati okkar á þróuninni,
komumst við ekki hjá því að
segja: „Við vitum ekki hvernig.