Úrval - 01.06.1943, Blaðsíða 67
ORSAKIR ANDREMMU
65
um varð því Ijóst, að upptak-
anna að þessum leiða kvilla er
að leita í innýflunum. Þaðan
berst lyktin inn í blóðið, safn-
ast fyrir í lifur og galli, berst
svo áfram með blóðinu út í
lungun og burt aftur með önd-
uninni.
Læknarnir Crohn og Drosd
þykjast líka hafa komist að
annarri niðurstöðu, þó að hún
sé kannske ekki fyllilega sönn-
uð enn þá. Þeir þykjast hafa
uppgötvað, að fólki, sem neyti
mikils feitmetis sé hættara við
andremmu. Ef slíkt fólk breytti
um mataræði, hvarf andremm-
an, en kom aftur 1 ljós, þegar
feitmetis var neytt að nýju. Þeir
benda líka á, að Kínverjum falli
illa lyktin af hvítum mönnum,
og kenna um hinni miklu
mjólkur og smjörneyzlu þeirra
— þeir segja, að það sé „kúa-
lykt“ af hvítum mönnum.
Hverjar eru þá niðurstöðurn-
ar af þessum tilraunum? Engin
skolvötn eða tannduft geta
læknað yður af andremmu, en
vísindalegur grundvöllur hefir
nú fundizt til bóta á ástandi,
sem framleiðendur slíkra efna
hafa hrópað hátt um í auglýs-
ingum og áróðri fyrir verzlunar-
vöru sinni, er þeir selja sem
„allra-meina-bót“ í þessu efni.
Ef þér viljið losna við and-
remmu, þá skuluð þér hafa gát
á mataræði yðar, segja læknarn-
ir Crohn og Drosd. Munið, að
allt, sem þér borðið eða drekkið,
fer beina boðleið út í bióðið og
gegnumsýrir á þann hátt allan
líkama yðar.
Sölumaðurlnn og asninn.
Eitt sinn var Mark Twain á ferðalagi, og í sama járnbrautar-
vagni var sölumaður og prestur.
Twain reyndi að blunda á meðan sölumaðurinn rabbaði stöðugt
við hinn þolinmóða prest.
,,Hver er munurinn á asna og presti?“ spurði sölumaðurinn.
„Ja, það veit ég ekk,“ sagði presturinn.
„Jú, presturinn er með kross um hálsinn, en asninn ber sinn
kross á bakinu.
Mark Twain settist upp, leit á sölumanninn og sagði:
„Vitið þér, hver er munurinn á asna og sölumanni ?“
„Nei,“ sagði sölumaðurinn.
„Ekki ég heldur,“ sagði Twain og lagðist aftur til svefns.
Kermi & White.