Úrval - 01.06.1943, Blaðsíða 41
FYRSTA BARNIÐ
39
vegar varð Ralph strax að taka
á sig ábyrgð og skyldur. Fyrsta
verkið var að skera á nafla-
strenginn og binda fyrir.
— Eru ekki nýfædd börn
venjulega þvegin? spurði ég.
— Nei. Þau eru smurð. Enn
í dag hefi ég ekki hugmynd um,
hvernig hann hafði öðlazt þessa
vitneskju, en hann hafði á réttu
að standa. Hann sveipaði litla
soninn sinn í þurrku og fór burt
með hann, en ég lá í rúminu
áhyggjufull. Kunni hann að
smyrja börn eða binda nafla-
streng? Barnið grét ofsalega.
Hvað var faðirinn að gera við
barnið? En bíðum nú við.
Skyldu áhyggjurnar vera minni,
ef barnið gréti ekki? Sennilega
var allt með felldu. Mér fannst
það glæpsamlegt af konu að ala
barn, án þess að hafa leitað
fræðslu um þessi atriði. Eftir
ofurlitla stund kom Ralph aftur.
— Smurðirðu hann nú eins
og á að smyrja? spurði ég óró-
leg.
Hann virtist móðgaður.
— Það skyldi maður nú ætla,
eftir allar dælurnar, sem ég hefi
smurt um dagana.
— Hvað notaðirðu ? spurði ég
óttaslegin. — Vélaolíu?
— Viðarolíu, auðvitað.
— Hvar náðirðu í hana ? Hér
er ekkert olíutré.
— Ég átti könnu með viðar-
olíu, sem ég notaði, þegar ég var
að búa til laxaflugurnar.
— Jæja, hví ekki? Ef það er
satt, að fyrsta reynslan móti líf
barnsins, sá ég úr rúmi mínu, í
huganum, að ég myndi verða
móðir laxveiðimanns.
— Þetta er allt eins og á að
vera, hélt Ralph áfram. — Hann
kom í heilu lagi, neglur á tám
og fingrum, hár og allt saman.
Ég skoðaði hann í krók og kring
og sá er nú ekki daufur í dálk-
inn. Hann þandi út brjóstið. —
Mér hefir aldrei geðjast að fall-
egum karlmönnum, bætti hann
við hugsandi. —- Hann hefir
krumlur eins og japanskur
glímumaður, og Cookie geðjast
vel að honum. En hvað á ég að
gera við heita vatnið?
— Heita vatnið? Ja, jæja, þú
getur búið til kaffi. Allt í einu
varð ég svöng. — Gefðu mér
líka brauð með kjöti ofan á og
miklum mustarði.
— Alice Miller kom í birtingu
um morguninn. Ég heyrði hana
koma hlæjandi upp stigann.
— Með hverju heldurðu, að
Ralph hafi bundið naflastreng-
in ? spurði hún, áður en hún var