Úrval - 01.06.1943, Blaðsíða 31
Hér er lýst Chinooklaxinum — konungi laxanna — og hinum
stórkostlegu virkjunum í Columbiafljótinu, heimkynni hans.
Laxagöngur og Ijósadýrð.
Úr greinum í ,,Coronet“ og „Saturday Evening Post“.
1VJ ORÐARLEGA á Kyrrahafs-
^ ’ strönd Bandaríkjanna fell-
ur Columbia-áin til sjávar. Hún
er ein af lengstu og vatnsmestu
ám í Norður-Ameríku, upptök
hennar eru í Kanada í afar
hrikalegu f jalllendi, þaðan renn-
ur hún fyrst til norðvesturs, en
beygir svo til suðurs og heldur
þeirri stefnu að mestu, unz hún
snarbeygir til vesturs og fellur
til sjávar. Það má heita, að frá
upptökum til ósa renni á þessi
um hrikalegt fjalllendi, sem
nefnist Klettafjöllin. Frá upp-
tökum og suður fyrir landamæri
Kanada er umhverfi árinnar
eitthvert tignarlegasta og stór-
brotnasta, sem hægt- er að
hugsa sér, enda er þar hinn
frægi ,,jökla-þjóðgarður“ (Glac-
ier National Park). Þegar kem-
ur suður fyrir landamærin, renn-
ur áin um hina miklu hásléttu,
er myndast milli hinna tveggja
fjallgarða, sem Klettafjöllin
skiptast í. Þó væri ef til vill rétt-
ara að segja, milli Klettafjall-
anna að austan og strandfjall-
garðsins (Cascade Mountains)
að vestan. Á þessu svæði eru
mörg frjósöm og fögur akur-
yrkjuhéruð og má þar nefna
hinn fræga Okanogan-dal, en
þar eru ræktuð lostætustu epli
í heimi.
Það er þó hvorki náttúru-
fegurð né frjósamt umhverfi,
sem þessi á er kunnust fyrir,
heldur hitt, að í henni á heima
hinn frægi Chinook-lax, kon-
ungur laxanna. Þessi lax er bæði
stærri og lostætari en nokkur
annar og ekki einungis það,
beldur er saga hans og tilvera
eitt af undrum náttúrunnar og
sannar, að raunveruleikinn er
oft ótrúlegri en nokkur „reyf-
ari“. Þar við bætist, að nú á
síðustu árum hefir mannlegt
hugvit og framtak bætt þar við
þætti, sem stendur hinum sízt
að baki.
Chinook-laxinn sér fyrst ljós
dagsins, er hann kemur úr
hrogninu, í einhverri af-