Úrval - 01.06.1943, Blaðsíða 126
124
ÚHVAL
eftir röð, en ekki varð komizt
hjá undantekningum. Lögregla
og sjúkrahús höfðu forgangs-
rétt; en sumir eigingirnisseggir
töldu sig og sín málefni engu
þýðingarminni. Nokkrir smá-
kaupmenn ætluðu af göflunum
að ganga og auðugar frúr hót-
uðu að kæra eftirlitsmennina
fyrir ósvífni.
Pall trésins var í sjálfu sér
smávægilegt atriði, en engu að
síður hafði það áhrif á líf
margra manna, sem ekki höfðu
hugmynd um atburðinn.
Maður í borginni Boise gat
ekki símað til Sacramento í
stundarfjórðung. Hann missti
af álitlegri atvinnu.
Stúlka í Omaha gat ekki tal-
að við móður sína í Honolulu,
áður en hún gekk undir upp-
skurð, sem varð henni að bana.
Kona, stödd í Reno, var í
þann veginn að skilja við mann
sinn, en snerist hugur og
hringdi til San Francisco, til
þess að ná tali af honum. Þegar
hún fékk ekki samband, hætti
hún við símtalið — og manninn.
Símaviðgerðarmennirnir voru
enn að vinna í f jöllunum þennan
eftirmiðdag. — Flokksstjórinn
hafði símatæki meðferðis, svo
að hann gat talað við stöðina í
Sacramento. Eitt sinn kom hann
til mannanna, dapur á svip.
,,Þeir hafa fundið hann,“
sagði hann.
Allir vissu, hvað hann átti við.
Þeir þögðu.
„Það hafði fennt yfir hann,
en einhverjir náungar frá
Truckee komu með sporhund,
vanan f jallarakka, og hann fann
hann.“
Enn biðu mennirnir og voru
hljóðir.
,,I guðs bænum, hjá hverjum
haldið þið að þið starfið — elli-
heimilinu? Auðvitað var hann
dauður. Af hverju haldið þið
ekki áfram að vinna?“
Þeir unnu vel eftir þetta og
töluðu lítið.
O TÍFLUSTJÓRINN hafði ekki
^ sofið dúr um nóttina. Þegar
hann horfði út um skrifstofu-
gluggann í morgunsárinu, veitt-
ist honum erfitt að skilja, að
þetta væri raunveruleiki. Tungl
var í fyllingu; götuljósin skinu
á þurrt malbikið; trjágreinar
og runnar svignuðu í golunni.
Það var óeðlilegt að hugsa sér,
að flóð og eyðilegging gæti dun-
ið yfir á slíkri nóttu.
Stormurinn var farinn hjá, en
baráttu stíflustjórans var ekki