Úrval - 01.06.1943, Blaðsíða 85
EINN DAGUR 1 AÐALBÆKISTÖÐ HITLERS
83
getur hann á svipstundu fengið
að vita, hvar hvert einstakt her-
fylki er á vígstöðvunum í Norð-
ur-Afríku eða Rússlandi, eða
hvar kafbátur er í víking á
Karabiska hafinu. Herstjórn
hans er yfirgripsmesta her-
stjórn í heimi.
Hernaðarkunnáttu sína ' á
Hitler því að þakka, að hann
hefir kynnt sér þau málefni vel
og lengi. Hann þekkir til hlít-
ar rit hernaðarsérfræðingsins
Clausewitz og hann hefir kynnt
sér herferðir Napoleons. „Bóka-
sérfræðingur“ hans er Philipp
Buhler, sem stendur fyrir einka-
skrifstofu hans. Foringinn hefir
oft lokað sig inni með honum,
kynnt sér alla ævi Napoleons
og reynt að gera sér grein fyrir
þeim mistökum, sem keisaran-
um urðu á. Stundum veitir hann
viðtöku borgaralegum sam-
starfsmönnum og meðal þeirra
er hinn snyrtilegi og stundvísi
dr. Dietrich, sem hefir á hendi
yfirstjórn útvarpsdeilda aðal-
bækistöðvanna. Foringjanum er
sagt frá hverri ómerkilegri
flugufregn, sem brezka útvarp-
ið birtir og hverri umsögn þess
um atburði, hversu stutt sem
hún kann að vera. Hann veit um
allar vonir og ótta bandamanna.
Annar virðulegur gestur, sem
oft kemur í fylgd með ráðherra
eða erlendum gesti, er dr. Paul
Schmidt, fyrrverandi kennari,
sem talar sjö tungumál og get-
ur þýtt hvaða setningu sem er
á augabragði, án minnstu um-
hugsunar. Tómstunda-áhugamál
hans er dans, en hann hefir ekki
getað fullnægt þeirri löngun
sinni, síðan stríðið hófst. Þá má
ekki gleyma Martin Bormann,
gömlum vini Hitlers. Hann er
nú fulltrúi foringjans í stað
Hess og er tengiliður milli for-
ingjans og flokksins.
Klukkan eitt hættir Hitler
störfum og snæðir hádegisverð.
Hann borðar varla annað en
grænmeti og bragðar sjaldan
áfengi. Það kemur þó fyrir, að
hann drekkur glas af kampavíni
og fær sér sneið af svínakjöti.
Þegar flokksþingið var haldið í
Nurnberg árið 1936, sendu
frönsku blaðamennirnir blöðum
sínum löng og málskrúðug
skeyti. Ameríski blaðamaðurinn
Louis Lochner lét sér nægja að
senda þetta: „Ríkiskanzlarinn
át svínakjöt.“
Þegar hádegisverði er iokið,
fer foringinn til herbergja sinna
og gengur þar lengi um gólf.
Stundum þarf hann að hugsa