Úrval - 01.06.1943, Blaðsíða 71
PRÓFSTEINN Á ÞRÓUNINA
69
né hvers vegna, en hún á sér
samt stað.“ Við ættum að forð-
ast að trúa á það, sem kann að
virðast of augljóst. Athugum
hversu almenningur óttast náið
undaneldi. Þessi og þessi skepn-
an er af náskyldu foreldri, þess
vegna er hún þróttlaus, heimsk
og vansköpuð og allt fram eftir
þeim götunum. Hið sanna í mál-
inu er, að náið undaneldi getur
heppnast í margar kynslóðir,
jafnvel bræðra og systra, en þó
því aðeins, að um heilbrigða
stofna sé að ræða. Auðvitað
nægir einn sjúkur einstaklingur
til að trufla þróun ættarinnar
svo að misheppnað afkvæmi
komi fram, en það er ekki of
miklum skyldleika um að kenna.
Nýlega var ég að rannsaka
fiska af skötuselaættinni. Þeir
eru flestir djúpfiskar, með
fremsta geisla bakuggans um-
myndaðan í langan þreifara.
Hjá sumum þessara fiska er
þreifarinn með klofna húð-
blöðku á endanum, sem getur
blaktað í allar áttir fyrir fram-
an munn skötuselsins. Þetta
minnir á orm, sem engist á öngli,
og lokkar smáfiska svo nærri
skötuselnum, að hann nær í þá
sér til fæðu.
Fiskaætt þessi er geysifjöl-
skrúðug. Hjá sumum tegundun-
um virðist þróunin hafa orðið
býsna skringileg. Dæmi þekkj-
ast um það, að þreifarinn getur
ekki hreyfst og virðist þá alger-
lega gagnlaus. Önnur dæmi eru
kunn, þar sem myndast hefir úr
þreifaranum líffæri, sem ætla
verður helzt að sé dýrinu til
prýðis, í dýrafræðilegri merk-
ingu þess orðs. Sumir líkjast
heljarstórum sekkjum, úr vöðv-
um. Uggar þeirra eru svo úr-
kynjaðir, að fráleitt er að dýrin
geti hreyft sig. Munnurinn er
geysistór og sennilega alþakinn
lýsandi slími, sem virðist hafa
þann tilgang, að ginna fiska í
færi við þessi kynlegu dýr sæv-
ar, svo að þau geti gleipt þá.
Ég nefni þessi sérstöku þró-
unardæmi, sem fiskar af skötu-
selaættinni sýna, af því að mér
virðist algerlega ómögulegt að
greina, með hvaða hætti fyrsta
þróunarsporið var stigið. Þreif-
arinn varð frá öndverðu að vera
fiskinum nothæfur — í rauninni
áður en hann var orðinn til —
skýrðu það ef þú getur.
Sérfræðingum nútímans kann
að virðast, þessar bollaleggingar
æði gamaldags. Nútímahöfund-
ar, t. d. Richard Benedikt Gold-
shmidt við háskólann í Kalif orníu