Úrval - 01.06.1943, Blaðsíða 13
Hvernig verður
Bíll framtíðarinnar?
Grein úr „Better Homes and Gardens",
eftir Walter Adams.
J_I inar gömlu bifreiðaverk-
* smiðjur eru úr sögunni.
Pramleiðendurnir hafa breytt
um tveim þriðju hlutum verk-
smiðjanna og tækja þeirra, til
þess að geta sinnt hernaðar-
framleiðslunni.
Þegar þar að kemur, að haf-
in verður bílaframleiðsla að
nýju, hafa verkfræðingar í
fyrsta skipti tækifæri til þess
að beita hugviti sínu og dirfsku
við smíði á nýjum bílum, ekki
aðeins til að bæta gerð renni-
legra „stuðara“ á gömlu bílana
eða nýju, gljáandi skrauti.
Það rná þó alls ekki misskilja
þessi orð. Bílar þeir, sem nú
eru framleiddir, eru mjög góðir.
En verkfræðingar þeir, sem
eru að verki í Detroit, benda
réttilega á það, að það sé ekkert
vit í því, að láta vélbákn, sem
vegur hálfa aðra smálest og er
auk þess óseðjandi benbzínhít,
draga menn, sem er aðeins 160
pund á þyngd. Þeir fullyrða, að
þeir geti nú þegar smíðað og
framleitt í stórum stíl bíla, sem
eru þriðjungi eða helmingi létt-
ari en bílar þeir, sem voru fram-
leiddir á síðasta ári, og geta
farið helmingi lengra á sama
benzínmagni, en eru auk þess
rýmri og þægilegri hið innra.
1 þessum nýja bíl munu menn
ekki heldur þurfa að óttast það,
að þeir verði að aka um hálf-
blindir vegna þess, að þykkur
gluggapóstur skipti framrúð-
unni eða þykkar umgerðir séu
um rúðurnar í hurðunum og
þykkir dyrastafir aftur milli
þeirra. Ekki mun heldur þurfa
að kvarta undan því, að aftur-
rúðan verði svo skáhöll, að hún
veiti ekki betra útsýni en rifan,
sem ekill skriðdreka hefir til að
gægjast út um, eða að hún verði
ógagnsæ jafnskjótt og eitthvað
snjóar.
Menn munu sitja eins og
skytta í Fljúgandi virki, sem
hefir aðsetur sitt í glerhvelf-