Úrval - 01.06.1943, Blaðsíða 12
10
ÚRVAL
um saman var hún rammvillt í
þoku. Þar við bættist, að svo
mikil ísing settist á vængina, að
hún gat varla haldizt á lofti og
riðaði til og frá. Það segir Clark,
að verið hafi skemmtilegasti
hluti ferðarinnar.
Hin flugvélin komst til Eng-
lands á réttum tíma, en sú sem
Clark var, lét ekki sjá sig, og
voru menn orðnir óttaslegnir.
En þá kom hún loksins niður í
gegnum ,,súpuna“, eins og niða-
þoka er nefnd meðal flugmanna.
Þá var ekki meira benzín eftir í
geymum hennar, en hægt var að
kaupa fyrir fimmtíu aura.
Ég afhenti Clark hershöfð-
ingja handrit þessarar greinar
í aðalbækistöðvum hans í Norð-
ur-Afríku, til þess að láta hann
athuga, hvort það væri rétt í
öllum atriðum, og spurði hann
þá um leið: „Hver var svo
árangurinn af þessari hættuför
yðar?“
Hann hugsaði málið andartak.
„Ég er sannfærður um það,“
sagði hann svo, „að þær upplýs-
ingar, sem ég aflaði, hafa bjarg-
að lífum þúsunda brezkra og
amerískra hermanna. Ég ætla
ekki að nefna neina tölu, því að
enginn getur sagt um það með
neinni nákvæmni. Auk þess
berjast nú margir franskir her-
menn hraustlega með okkur
vegna þess undirbúnings, sem
fram fór á ráðstefnunni. Hvað
mig snertir, þá eru mér það næg
laun. Það réttlætti áhættuna.“
■ylÐ SÁTUM VIÐ ARININN hjá Jóa verkstjóra, og vorum aS
spjalla saman, þegar sonur hans, fimm ára gamall snáði,
kom inn til að bjóða pabba sínum góða nótt. Ég spurði hann,
hvað hann langaði til að fá i jólagjöf.
„Litla systir,“ sagði hann.
„I2g er hræddur um að það verði erfitt. Það er svo stutt til
jóla,“ sagði ég.
„Setja bara nógu marga menn í vinnu,“ anzaði snáðinn, eins
og reyndur verkstjóri.
— Old Bill í „The Durez Molder.“