Úrval - 01.06.1943, Blaðsíða 18
16
ÚRVAL
ur krakkana eftir, því að við
vorum þá í skóla.
I Winnipeg voru uppgangs-
tímar og E. P. var ekki lengi
að koma ár sinni fyrir borð. Það
er eitthvað töfrandi við ysinn
og lætin, sem er samfara slíkum
uppgangstímum. — Það er eins
og lífið dragist saman í einn
brennidepil; allt gerist hér og
nú, nútíðin er allt, engin for-
tíð — aðeins hamarshögg, sag-
arhljóð, glasaglaumur og pen-
ingaflóð. I slíku umhverfi virð-
ast allir menn sérkennilegir;
persónuleikinn verður sjálfstæð-
ari og skapgerðin blómgast eins
og rós.
Nú gat E. P. notið sín. Á svip-
stundu varð hann öllu og öllum
kunnugur og jós titlum og met-
orðum á báðar hendur. Eftir sex
mánuði var hann orðinn auðug-
ur maður — á pappírnum, og
hafði krækt sér í ljómandi lag-
lega konu frá Toronto. Hann
var búinn að byggja hús á ár-
bakkanum og hafði fyllt það af
málverkum, sem hann sagði
vera af forfeðrum sínum. Þarna
tók hann á móti fólki af frá-
bærri gestrisni, er aldrei brást.
Hann brallaði margt. Hann
Var bankastjóri (bankinn var
aldrei opnaður), ölgerðarfor-
stjóri, og síðast en ekki sízt, fé-
hirðir Winnepeg Hudson Bay
og Arctic Ocean járnbrautar-
innar, sem hafði einkaleyfi um
vegalagningu til Norður-lshafs-
ins, þegar þar að kæmi. Vegur-
inn var enginn til, en félagið
prentaði farleyfi, enda fékk
E. P. farleyfi, sem giltu um alla
N orður-Ameríku.
Auðvitað voru stjórnmálin
aðal áhugamál hans. Hann var
kosinn á löggjafarþing Mani-
tobafylkis. Þeir hefðu gert hann
að forsætisráðherra, ef ekki
hefði verið völ á hinum virðu-
lega, aldna héraðshöfðingja
John Norquay. Það leið þó ekki
á löngu áður en E. P. hafði
John Norquay í vasanum og
teymdi hann eins og hund í
bandi. Ég minnist þess, þegar
þeir komu til Toronto og í fylgd
með þeim margir vestanmenn,
allir klæddir skinnjökkum og
skeggjaðir eins og Assyríubúar.
E. P. hélt sýningu á þeim í
Konungsstræti eins og land-
könnuður, sem er að sýna villi-
menn.
Auðvitað var E. P. íhalds-
maður í stjórnmálum sem fyrr.
En hann gerðist djarfari. For-