Úrval - 01.06.1943, Blaðsíða 25
ENDALOK „ARNARINS"
23
umhverfis hann, skein sigurhrós lífs-
ins yfir dauðanum. Báturinn okkar
var eini kafbáturinn á þessum slóð-
um, að því er við bezt vissum og
engum okkar datt í hug, hvort sem
við sigruðum eða ekki, að önnur
örlög biðu okkar en eilifur svefn á
botni Miðjarðarhafsins.
„Markið er „Örninn“!“ Hversu
mikið var ekki fólgið í þessum orð-
um. — Þessir samfundir okkar og
„Amarins" voru ekki nein tilviljun,
heldur einn hlekkur í langri keðju
leitar og orustuviðbúnaðar, sem ég get
ekki lýst nánar. En honum var þannig
farið, að okkur var dauðinn vís, enda
þótt okkur gæti líka orðið mikið
ágengt um leið. Að visu tóku fleiri
kafbátar þátt í aðgerðum okkar, en
stóra flugvélamóðurskipið „Örninn“
var okkar bráð. Eins og yfirmaður
okkar komst að orði, var þetta sígild
hernaðaraðgerð, vel áformuð út í
yztu æsar og ef vel færi, myndi bæt-
ast við ein blaðsíðan enn í sigursögu
okkar.
Þegar lagt er af stað í skipa-
lest um Miðjarðarhaf, er tilfinn-
ingum mannsins líkt farið, og
hann stæði á háum stökkpalli
og væri að herða taugar sínar,
áður en hann stingi sér. Það er
kunnugt, að árásir fara fram
með leifturhraða, en þær vekja
hroll og menn hugsa til þeirra
með eftirvæntingu og jafnvel
tilhlökkun. Enda þótt okkur
gengi erfiðlega að koma sum-
um skipunum til áfangastaðar-
ins og margir hraustir og hug-
prúðir drengir yrðu eftir í
mararskauti, er enginn, sem var
með í förinni, sem ekki myndi
fórna talsvert miklu til þess að
fá að fara aðra ferð til Alex-
andríu.
Eftirvæntingin um boi-ð var nærri
því óbærileg. Yfirmaðurinn okkar
horfði án afláts í sjónpípuna og skip-
unarorð hans til áhafnarinnar voru
snögg og hvell eins og skambyssu-
skot og við hlýddum án tafar.
Svo komumst við að þvi, að
við vorum komnir inn fyrir ytra
tundurspillavarðsvæðið og inn í
miðja skipalestina. Allt í einu bað
kafbátsforinginn um koníak, svo um
meira koníak, og loks enn meira. Við
vorum í ýtrustu hættu staddir, en
allir voru brosandi. Hafflöturinn var
lygn og auðvelt var að sjásjónpípuna
upp úr sjónum. Auk þess var mikil
hætta á, að könnunarflugvél gæti
komið auga á okkur þá og þegar.
Veðrið var unaðslegt. Aðeins
örlítill andvari, rétt svo að loft-
ið var hressandi og haf og him-
inn var blátært. Skipin vögguð-
ust hóglega á dúnmjúkum öld-
unum og vélarnar strituðu af
ýtrasta megni. Ég átti frí og sat
í skugga undir flugvélarvæng
og var að skrifa konu minni.
Nokkrir aðrir höfðu fengið sér
blund í sólskininu og einn var