Úrval - 01.06.1943, Blaðsíða 28
26
tJRVAL,
var lengur hægt að greina and-
litsdrætti. Olíubrákin sleikti
tærnar á mér, en piltarnir, sem
hengu í hinum borðstokknum,
voru þráðbeint fyrir ofan mig.
Einhver hrópaði og ég leit
upp, nógu snemma til að sjá
fáeinar sprengjur renna niður
þilfarið. Þær höfðu losnað og
runnu af stað. Ein þeirra
stefndi beint á fjóra hermenn,
sem stóðu í hnapp, og ég kall-
aði til þeirra, en þeir heyrðu
ekki. Mennirnir fuku út í loftið
og féllu niður í sjóinn. Einn
þeirra hitti ég seinna fótbrot-
inn um borð í tundurspilli. Hann
vissi ekkert, hvað fyrir hann
hafði komið, fyrr en ég sagði
honum það.
Dauðastríð ferlíkisins stóð yfir um
tvær mínútur og við heyrðum báknið
sökkva, heyrðum hið taugaæsandi
sog hinnsta andvarpsins, sem skilur
eftir lifandi endurminningu i huga
þess, sem einu sinni hefir heyrt það,
brothljóð og brak, málmhljóð og
sprengjugnýr. Svo rann flakið af
hinu brezka flugvélamóðurskipi fram
hjá kafbátnum okkar ofan í hin ei-
lífu, myrku djúp Miðjarðarhafsins.
Þegar sýnilegt var, að gamla
skipið var að því komið að
sökkva, fleygði ég mér út í
olíuleðjuna og stefndi á fleka,
sem einhverjum hafði tekizt að
koma á flot. Það var eins og
synt væri í grúti og mig velgdi
við olíulyktinni. Nokkrir menn,
sem þegar voru komnir upp á
flekann, réttu mér hjálparhönd.
Ég heyrði mikinn hávaða, blást-
ur og sog, og einhver sagði:
„Þarna sekkur það!“ Ég leit um
öxl og sá ,,Örninn“ síga í djúpið
eins og gamla hænu, sem hjúfr-
ar sig yfir ungana sína. f sama
bili skall yfir okkur stór olíu-
alda og þegar við höfðum þurrk-
að framan úr okkur, var skipið
horfið. Allt og sumt, sem við
sáum, var olíufroða og brotnir
flugvélavængir á floti.
Við dýfðum okkur hljóðlega frá
víti yfirborðsins. Samt hefði ég viljað
vera kyrr uppi og horfa á aðgang-
inn, sjá brezku tundurspillana æða
um og reyna að bjarga sjómönnun-
um, sem börðust um á olíubornu
vatninu, en fórust fyrir brezkum
djúpspreng jum. Hundruð manna, sem
ekki sukku með skipinu, fórust fyrir
brezkum djúpsprengjum eða lentu í
skrúfum brezku tundurspillanna, sem
æddu fram og aftur.
Enginn sagði aukatekið orð um
borð. Daufur niður skrúfunnar okk-
ar, þegar við færðumst stöðugt fjær
yfirborðinu og dauðanum, lét í eyr-
um sem hughreysting og huggunar-
yrði. Þeir, sem næstir stóðu kafbáts-
foringjanum, tóku í hönd honum á