Úrval - 01.06.1943, Blaðsíða 28

Úrval - 01.06.1943, Blaðsíða 28
26 tJRVAL, var lengur hægt að greina and- litsdrætti. Olíubrákin sleikti tærnar á mér, en piltarnir, sem hengu í hinum borðstokknum, voru þráðbeint fyrir ofan mig. Einhver hrópaði og ég leit upp, nógu snemma til að sjá fáeinar sprengjur renna niður þilfarið. Þær höfðu losnað og runnu af stað. Ein þeirra stefndi beint á fjóra hermenn, sem stóðu í hnapp, og ég kall- aði til þeirra, en þeir heyrðu ekki. Mennirnir fuku út í loftið og féllu niður í sjóinn. Einn þeirra hitti ég seinna fótbrot- inn um borð í tundurspilli. Hann vissi ekkert, hvað fyrir hann hafði komið, fyrr en ég sagði honum það. Dauðastríð ferlíkisins stóð yfir um tvær mínútur og við heyrðum báknið sökkva, heyrðum hið taugaæsandi sog hinnsta andvarpsins, sem skilur eftir lifandi endurminningu i huga þess, sem einu sinni hefir heyrt það, brothljóð og brak, málmhljóð og sprengjugnýr. Svo rann flakið af hinu brezka flugvélamóðurskipi fram hjá kafbátnum okkar ofan í hin ei- lífu, myrku djúp Miðjarðarhafsins. Þegar sýnilegt var, að gamla skipið var að því komið að sökkva, fleygði ég mér út í olíuleðjuna og stefndi á fleka, sem einhverjum hafði tekizt að koma á flot. Það var eins og synt væri í grúti og mig velgdi við olíulyktinni. Nokkrir menn, sem þegar voru komnir upp á flekann, réttu mér hjálparhönd. Ég heyrði mikinn hávaða, blást- ur og sog, og einhver sagði: „Þarna sekkur það!“ Ég leit um öxl og sá ,,Örninn“ síga í djúpið eins og gamla hænu, sem hjúfr- ar sig yfir ungana sína. f sama bili skall yfir okkur stór olíu- alda og þegar við höfðum þurrk- að framan úr okkur, var skipið horfið. Allt og sumt, sem við sáum, var olíufroða og brotnir flugvélavængir á floti. Við dýfðum okkur hljóðlega frá víti yfirborðsins. Samt hefði ég viljað vera kyrr uppi og horfa á aðgang- inn, sjá brezku tundurspillana æða um og reyna að bjarga sjómönnun- um, sem börðust um á olíubornu vatninu, en fórust fyrir brezkum djúpspreng jum. Hundruð manna, sem ekki sukku með skipinu, fórust fyrir brezkum djúpsprengjum eða lentu í skrúfum brezku tundurspillanna, sem æddu fram og aftur. Enginn sagði aukatekið orð um borð. Daufur niður skrúfunnar okk- ar, þegar við færðumst stöðugt fjær yfirborðinu og dauðanum, lét í eyr- um sem hughreysting og huggunar- yrði. Þeir, sem næstir stóðu kafbáts- foringjanum, tóku í hönd honum á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.