Úrval - 01.06.1943, Blaðsíða 120
118
ÍJRVAL
Verkstjórinn hafði stigið út
úr bifreiðinni, til þess að taka
upp snjókeðju, sem lá á vegin-
um. Þá heyrði hann það! Það
var ekki um að villast. Hann
tók á rás. Hinn einkennilegi,
Iági þytur, breyttist í skerandi
hvin, en það var ekkert hægt
að sjá fyrir hríðarmuggunni. Þó
að verkstjórinn væri á harða-
hlaupum, fann hann að vegur-
inn nötraði; hvinurinn varð að
þungum dynkjum. Snjóflóðið
kom æðandi eins og brimalda
eftir veginum. Það þrýsti hon-
um upp að vagninum, svo að
hann átti bágt með að ná and-
anum.
Á næsta augnabliki var allt
kyrrt. Flóðið hafði stöðvast
tuttugu fetum neðar. Fyrir
andartaki brunaði það áfram
æðisgengið, líkt og fljót í leys-
ingu; nú var það ekki annað en
grafkyrr fönn. Ef litið var nið-
ur eftir veginum, þar sem. þeir
Peters og Swanson höfðu verið
með hverfiplóginn, var ekkert
að sjá nema slétta snjóbreið-
una. Verkstjórinn var klemmd-
ur upp að bifreiðinni af þriggja
feta djúpum snjó.
,,Hæ!“ kallaði hann og bar
lófana upp að munninum.
„Peters! Swanson!"
Það kom ekkert svar. Nú,
þetta þurfti ekki að vera eins
alvarlegt og það virtist við
fyrstu sýn; flóðið hafði ekki
tekið veginn með sér, hann
var aðeins á kafi í snjó.
Á ytri vegarbrúninni var snjó-
lagið ekki nema fáein fet; á
innri brúninni kannske f jörutíu
fet. Snjóplógurinn var einhvers-
staðar í fönninni.
En stýrishúsið var úr stáli og
mundi þola miklu meiri þrýst-
ing en fjörutíu feta snjólag gat
áorkað. Peters og Swanson sátu
sennilega enn inni í stýrishús-
inu — kannske dálítið fölir,
talsvert undrandi og óttaslegn-
ir yfir því, að vera grafnir lif-
andi svona skyndilega, en líkur
voru til að þeir væru ómeiddii'.
Peters hafði að öllum líkindum
stöðvað vélina, til þess að forða
þeim frá köfnun. Innan skamms
myndu þeir hafa náð sér eftir
áfallið, og færu að ræða um
möguleikana á því, hvort þeir
gætu brotizt upp úr fönninni,
eða hvort þeir ættu að bíða,
unz þeim yrði bjargað.
Snjóflóða mátti alltaf vænta
í hörðum vetrum, en verkstjór-
inn hafði aldrei fyrr lent í neinu
sjálfur, enda þótt hann hefði
stundum verið nærstaddur.