Úrval - 01.06.1943, Blaðsíða 22
20
ÚRVAL
til, og prentararnir neituðu að
prenta farleyfin.
Aðeins einu sinni gat hann
komizt austur. Það var í júní
1891. Ég mætti honum í Kon-
ungsstræti í Toronto; hann var
fremur tötralegur, með sorgar-
band um hattinn. „Veslings Sir
John,“ sagði hann, „ég mátti til
með að koma og vera við jarð-
arförina.“ Þá mundi ég eftir því,
að forsætisráðherrann var dá-
inn, og ég vissi, að E. P. myndi
hafa fengið fría ferð í tilefni
þess.
Þetta var í síðasta skiptið,
sem ég sá E. P. Skömmu seinna
varð einhver til þess að borga
fyrir hann fargjaldið til Eng-
lands. Hann fékk tvö sterlings-
pund á viku úr einhverjum sjóði.
Hann settist að í þorpi einu í
Worcestershire og reyndi að lifa
eins tiginmannlega og hann gat
og hinar litlu tekjur leyfðu.
Plann sagði þorpsbúum — að því
er mér var sagt síðar — að óvíst
væri, hve dvöl hans yrði löng;
það færi mjög eftir því, hvað
gerðist í Kína; en hann var um
kyrrt, ár eftir ár. Þar hefði E.
P. sennilega borið beinin, ef
hamingjan hefði ekki gerzt hon-
urn hliðholl af stakri tilviljun,
látið hann njóta skáldlegs rétt-
lætis og búið honum bjart ævi-
kvöld.
Það lá þannig í málinu, að í
þeim hluta Englands, þaðan sem
ætt okkar var komin, starfaði
fornt trúarlegt bræðrasamband,
sem átti klaustur, og auk þess
niðurníddar jarðir og setur, er
höfðu verið í eign bræðranna
öldum saman. E. P. sveif á
bræðurna og þeim leizt vel á
manninn. Meðan hið guðræki-
lega „afturhvarf“ E. P. stóð yf-
ir, kynnti hann sér fjárhag
bræðranna, og sökum skarp-
skyggnis sinnar fann hann
gamla kröfu á hendur brezku
ríkisstjórnarinnar. Fjárhæðin
var mikil og krafan eflaust í
fullu gildi.
Á svipstundu var E. P. kom-
inn til Westminster sem fulltrúi
bræðranna. Hann kunni lagið á
brezkum embættismönnum; það
var auðveldara að eiga við þá
en hóteleigendur í Ontario. Það
þarf ekki annað en að minnast
lauslega á frábæra tekjuöflun-
armöguleika handan hafsins.
Þeir fara aldrei þangað, en þeir
minnast þess, hvernig þeir
misstu af Johannesburg og
hvernig þeir urðu aðeins of sein-
ir að ná í persnesku olíuna. Nú