Úrval - 01.06.1943, Blaðsíða 79
LEIÐ TlL SKlRLÍFIS
77
engu háleitari siðferðishug-
myndir en hann sjálfur. Hann
þarf ekki að undra, ef hann hef-
ir lagt lag sitt við miður gefna
stúlku og orðið að kvænast
henni, þótt hún ali honum lítt
gefna syni. Börnin fæðast með
þeim eiginleikum, sem efni
standa til, og foreldrarnir geta
ekki álasað þeim.
Ég ætla að minna syni mína
á, að hver og einn þeirra sé
snertidepill margra erfðalína,
og þegar þeir velji sér konu, þá
velji þeir sér meira en fullt
fang af yndisleik, — þeir velji
fjölskyldu hennar, lífsviðhorf
og fortíð hennar alla. Þar eð ég
vænti þess af drengjunum mín-
um, að þeir hafi dómgreind og
háttprýði til að bera á móts við
flest annað ungt fólk, ætla ég
að gera þeim ljóst, að það
er leikur með eld að hefja
náin kynni við unga stúlku.
Því að þegar vissu stigi er náð
í kynningunni, er ekki aftur-
komu auðið, — og það er
miklu fyrr en nokkurn grun-
ar — vegna þess að þátt-
takendur í ævintýraleitum,
þurfa ætíð að ganga nokkru
lengra en í næsta skipti á und-
an, til þess að endurvekja hina
upphaflegu hrifningu. Ég mun
benda á þá staðreynd, að hin
„auðunna“ stúlka hefir tapað
trygglyndi sínu og getur aldrei
áunnið sér dyggðir sannrar
hjúskaparástar. Svo og, að
ungi maðurinn, sem kastar frá
sér skírlífi sínu með hæðnis-
fullum hlátri, getur aldrei að
nýju fært sig í þann fagra
skrúða.
Það er ekki skoðun mín, að
eitt misstig sé fordæming fyrir
sál og líkama. Vissulega kæri ég
mig ekki um, að synir mínir
standi nokkurn tíma í þeirri
trú, að foreldrar þeirra séu
ekki fúsir til að fyrirgefa
allt og reyna að setja sig í spor
þeirra. En öll víxlspor í ást eru
þrep niður á við, sem liggja til
sárra iðrana, nagandi rótleys-
is, truflunar á hinni andlegu
lífæð og miskunnarlausra sjálfs-
ásakana. Það er hægt, fyrir
mjög viljasterka og ákveðna
menn, að klífa upp þrepin á
nýjan leik og lauga sig hreina.
En slíkir menn hafa að jafnaði
ekki látið tælast heldur hafa
varðveitt hreinlífi sitt. Og með-
an fáni þess er ósaurgaður
skipa sæmdin og hamingjan
öndvegissæti.