Úrval - 01.06.1943, Blaðsíða 94
92
tJRVAL
degi. Nýjar áhafnir eru æfðar í
sífellu. Stórkostlegar neðanjarð-
ar ,,kafbátageymslur“, sem ó-
gjörningur er að eyðileggja, eru
sprengdar í kletta eða byggðar
úr járnbentri steinsteypu, sem
er tíu fet á þykkt.
Sjálfir hafa kafbátarnir verið
endurbættir til mikilla muna,
þeir geta farið lengra frá bæki-
stöðVum sínum, eru betur
vopnum búnir en áður og láta
betur að stjórn. Þýzkir kafbátar
eru nú gríðarlega sterkir, svo
sterkir, að þeir geta þolað að
fara niður í sex hundruð feta
dýpi, en svo djúpt geta venju-
legar djúpsprengjur ekki farið
án þess að springa. Nýjar gerð-
ir dieselvéla hafa gert það að
verkum, að nú er ekki þörf fyr-
ir stóra og þunga rafmótora og
rúmfreka rafgeyma, en það hef-
ir í för með sér, að báturinn
lætur betur að stjórn og hefir
meira geymslurými fyrir tund-
urskeyti. Tundurskeytarörin eru
ekki eins víð og áður, en sá
kostur fylgir því, að hægt er að
komast af með sömu gerð af
tundurskeytum fyrir flugvélar,
hraðbáta og kafbáta. Á þilfari
er fallbyssa, sem hverfur niður
um þilfarið, þegar farið er í kaf,
en kemur svo fljótt 1 ljós aftur,
að hægt er að hefja skothríð úr
henni á sama augnabliki og
báturinn kemur úr kafi, og hún
er jafnstór og öflug og byssur
þær, sem korvettur banda-
manna eru búnar.
Þessir nýju kafbátar fara
ekki einir í víking eða í smá-
hópum heldur í flotadeildum, 12
saman eða fleiri. Höfundur
þeirrar hernaðaraðferðar er
Karl Dönitz, flotaforingi, sem
fyrir skemmstu var gerður að
yfirmanni alls flota Þjóðverja.
Þjóðverjar vinna líka af
kappi að því að koma upp
forðabúrinu í Austur-Evrópu.
Þeir beita öllum skipulagningar-
hæfileikum sínum við fram-
kvæmdirnar í Ostland og
Ukrainu, hafa meðal annars
sent þangað 800.000 bændur og
f jölskyldur þeirra og þessu fólki
hefir verið hóað saman í Mið-
og Vestur-Evrópu. Þeir nota
rússneska stríðsfanga og íbúa
hinna herteknu héraða til að
hrinda þessum áformum sínum
í framkvæmd. Fjórar af hverj-
um fimm konum undir fimmt-
ugt hafa verið teknar í erfiðis-
vinnu. Börn frá tólf ára aldri
— og stundum jafnvel yngri —
verða að vinna fullan vinnudag.
Jodl-áætlanirnar gera ráð