Úrval - 01.06.1943, Blaðsíða 61
NÝR SJ'CKDÖMUR?
59
staddur í Honolulu. Samkvæmt
reynslu hans var þessi tegund
lungnabólgu algengari en aðrar
tegundir. Hann áleit, að veikin
væri óvenjulegt afbrigði af in-
fluenzu. Bowen majór hélt, að
eitthvað varðandi loftslagið á
Hawaii hefði valdið því að veik-
in lýsti sér svo óvenjulega.
Mörgum sjúklinganna leið
svo vel, að þeir voru álitnir
ferðafærir af sjúkrahúsinu áður
en lýsing af röntgenmyndun
hafði borizt frá röntgendeild-
inni. Þeim var samstundis skip-
að í rúmið, er lýsing á mynd-
unum barst, þar eð þær sýndu
greinilega sjúklegar breytingar
í lungunum, sem ekki var hægt
að greina á annar hátt. Lýsing
Bowen majórs á röntgenmynd-
unum er nú viðurkennd víða um
heim og læknar hika við að
greina vírus-lungnabólgu án
staðfestingar röntgenmynda.
Árið 1935 voru allt að sjötíu
hermenn úr einni bækistöð
bandaríska hersins sendir á
sjúkrahús vegna vírus-lungna-
bólgu. Þessi nýja veiki var
jafn algeng meðal hermannanna
og allar aðrar tegundir lungna-
bólgu til samans. Dauðsföll voru
engin, en sumir sjúklinganna
urðu að liggja á sjúkrahúsi allt
að þrem mánuðum. Vírus-
lungnabólga var ekki uppgötv-
uð meðal almennings, fyrr en
síðari hluta vetrar 1936—’37.
Þegar veikin kom upp á barna-
heimili, þrátt fyrir allar var-
úðarráðstafanir, breiddist hún
út á skömmum tíma og fjórði
hluti barnanna dó. Minnstu og
veikbyggðustu börnin urðu
verst úti. Rannsókn á lungum
þeirra, sem dóu, sýndi, að það
kynni að vera vírus, er ylli
veikinni.
Síðar árið 1937 kom veikin
upp meðal stúdenta í háskóla
einum í austurríkjum Banda-
ríkjanna. Á næsta hálfu öðru
ári veiktust 86 stúdentanna af
vírus-lungnabólgu og var hún
algengari en aðrar tegundir
lungnabólgu. Háskólalæknarnir
voru sannfærðir um, að hér væri
um nýja veiki að ræða, þar eð
hún líktist engum öðrum sjúk-
dómi, áður þekktum á þeim
stað. Margir stúdentanna urðu
alvarlega veikir og aðrir voru
langan tíma að ná sér, en sumir
hinna hraustbyggðustu náðu sér
fljótlega.
Síðustu fimm árin hefir verið
skýrt frá vírus-lungnabólgu
meðal fólks á öllum aldri um
öll Bandaríkin. Veikin hefir