Úrval - 01.06.1943, Blaðsíða 92
«0
tJRVAL
sem hægt var að gera gerfikaffi
úr, húsdýrafóður, timbur og
allskonar hráefni til aukinna
kafbátasmíða. Ukraina átti að
gefa af sér ógrynni sykurs,
og annarra landbúnaðarafurða,
en auk þess á að smíða þar mik-
ið af landbúnaðarvélum og járn-
brautarvögnum. Póllandi á að
breyta í gríðarstóra vopnaverk-
smiðju.
Meðan þessi undirbúningur
fór fram, framkvæmdi Halder
hernaðaráætlanir sínar fyrir ár-
ið 1942. Eina markmiðið var í
raun og veru að tryggja Ukrainu
gegn sókn af hálfu Rússa, því
að Ostlandi var talið sæmilega
óhætt. Þessvegna var hafin sókn
til Volgu og Kákasus. I sam-
ræmi við mannsparnaðarstefnu
sína beittu Þjóðverjar fyrir sig
auknu liði frá Italíu og Rúmen-
íu, enda var manntjónið hjá
þeim þrír fjórðu hlutar alls
manntjónsins í sókninni.
En 1. september var Halder
skyndilega settur frá herstjórn-
inni. Jodl hershöfðingi, sem var
nú áhrifamesti hermaður Þjóð-
verja, tók að sér stjórnina. Hitl-
er hafði lengi viljað losna við
Halder og hann hafði því hvatt
Jodl til að gera sínar eigin til-
lögur og að þeim hafði hann
unnið allt sumaríð. Jodl var
sammála Halder að því leyti, að
hann leit svo á, að Þjóðverjar
yrði að heyja þolstríð, en bætti
við ráðagerðir hans ýmsum at-
riðum, sem ekki voru einungis
miðaðar við evrópskan styrjald-
arrekstur heldur við að sigra í
heimsstríði. Tillögur Jodl voru
í níu liðum og í fáum orðum eru
þessar tillögur hans, sem nú er
verið að framkvæma, svohljóð-
andi:
1. Halda Evrópuvirkinu og
verja leiðir til þess, þar á með-
al landskikann í Tunis.
2. Steypa Evrópu í eina hern-
aðarlega og hagræna heild.
3. Einbeita öllurn kröftum á
sjónum að kafbátahernaðinum.
Auka kafbátasmíðarnar svo, að
250 bátar verði smíðaðir áríega,
eða fimm sinnum fleiri en gert
er ráð fyrir að verði grandað á
einu ári. Hver kafbátur er talinn
geta komið 100.000 smálesta
skipastóli fyrir kattarnef á ævi-
skeiði sínu og þetta neyðir þá
bandamenn til að smíða 25.000.-
000 smálesta skipastól árlega,
ef þeir eiga að geta haldið í
horfinu.
4. Allar hernaðar aðgerðir
gagnvart Rússum skulu miðast
við það að eyðileggja sem mest