Úrval - 01.06.1943, Blaðsíða 132
Til lesendanna — og frá þeim.
IQITSTJÓRINN hefir orðið þess var, bæði í bréfum og
llllK viðtölum, að nokkurs misskilnings gætir hjá sumum
lesendum um afstöðu Úrvals til ýmissa þeirra mála, sem
tekin hafa verið til umræðu í greinum þess. Einkum á
þetta við um greinar, sem f jalla um stríðið og önnur skyld
mál. Sumir hafa haft orð á því, að Úrval gerði alltof mik-
ið að því, að flytja amerískar og brezkar áróðursgreinar,
en aðrir hafa haldið hinu gagnstæða fram.
Þessi misskilningur kann að sumu leyti að vera eðlileg-
ur, því að mál þessi taka nú mjög upp hugi manna, en
því fremur ber að leiðrétta hann.
Það skal þá fyrst tekið fram, að Úrval hefir eftir mætti
reynt að forðast áróðursgreinar í vali sínu, og telur, að
sér hafi tekizt það vonum framar, þegar þess er gætt,
hve allar umræður um styrjaldarmálin eru áróðurskennd-
ar. Úrval hefir hvorki talið rétt né heppilegt að leiða þessi
mál hjá sér, en hefir haft það sjónarmið í vali sínu, að
greinum, sem fiytja fróðleik og athygglisverðar upplýs-
ingar um einhvern þátt þessarra mála eða varpa nýju
ljósi á einstaka atburði stríðsins, beri ekki að hafna, þótt
einhvers áróðurs gæti í þeim líka, í trausti þess, að dóm-
greind lesendanna gæti skilið kjarnan frá hisminu.
Það, sem hér hefir verið sagt um styrjaldarmálin, á
einnig við um önnur mál, sem ólík sjónarmið ríkja um.
Úrval telur sér ekkert efni óskylt, sem horfir til fróðleiks
eða heilbrigðrar skemmtunar, ef því eru gerð góð skil.
t
T SAMBANDI við ofangreint
* þykir rétt að geta þess, að
borizt hafa bæði munnleg og
bréfleg mótmæli út af greininni
um Houdini í siðasta hefti. Eru
það ummælin um afskipti Hou-
dinis og konu hans af miðils-
starfsemi, svo og um miðilinn
Margery frá Boston, sem ásteyt-
ingi hafa valdið. Einn af for-
vígismönnum spíritista sendi Úr-
vali bréf ásamt grein, um þessi
atriði og telur hann þar alrangt,
að skilaboðin, sem Houdini ætl-
Framhald innan á kápunni.
STEINDÓRSPRENT H. F.